Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 18
172 Æ G I R Aberdeen, sem hafa orðið hart i’iti. Fleet- wood, Milford Haven, Lowestoft og Grims- by eru ekki betur á vegi staddar. Jafn- vel Hull, bin mikla hafnarborg, hnígur að sama ástandinu og hinar fyrrnefndu borgir. Um mánaðamótin júní og júlí hafði verið landað í Hull 172 þús. cwts. meira af fiski en á sama tíma árið áð- ur, en þó hafði verðmætið orðið 148 þús. sterlpd. minna nú í ár. í Grimsby hefir aílinn orðið 56 þús. cwts. meiri, en verðmætið 86 þús. sterlpd. minna. í júnílok var heildaraíli Englands og Wales orðinn 443 þús. cwts. meiri en í fyrra, en verðmæti hans var 183.770 sterlpd. minna. En sé nú Skotland tekið með, þá verður útkoman sú, að verðmæti ail- ans hefir minnkað um V2 milljón sterl- pd. á sama tíma og aílinn hefir rýrnað um 3000 cwts. Það verður að ráða bót á þeirri löm- un, sem er að grípa um sig í sjávarút- veginum og því fyr sem það er gcrl því betra. Þýzkt skólaskip. Laugardaginn 14. ágúst kom til Reykja- víkur þýzka skólaskipið Horsl Wessel. Skip þelta er alveg nýtl, var því hleypt af stokkunnm 21. april í vor. Horst Wess- el er smíðað í stað þýzka skólaskipsins »Niobe«, er fórst í Eystrasalti 1932. Skip- ið er 90 m langt, 17 m á breidd og í isi- ir 5 metra. Það hefir 750 hestaíla hjálp- arvél, en hún er að öllum jafni ekki not- uð, nema el' leita þarf hafnar og örðugt er um innsiglingu. Ilorst Wessel er bú- ið öllum nýtízkutækjum, eins og berg- málsmæli, miðunartækjum, firðritun o. fl. Flestar þjóðir vilja ekki hal'a nema seglskip fyrir skólaskip og er það rök- stutt á þá lund, að á seglskipunum komi »Horst Wesselc það bezt í ljós, hvað búi i hverjum ein- stakling, og að seglskipin séu yfirleitt bezli skólinn fyrir sjómenn. A Horst Wessel er 300 manna áhöfn ogeru þar af 220 sjóliðsforingjaefni. Nem- arnir verða sjálíir að vinna allt það sem gert er á skipinu, gera við það sem af- laga fer og bæta það sem ónýtist. Akk- erin verða skólapiltarnir að draga upp með handaíli. Er vinda á þilfari til þess og er sett í hana vogarstöng. Þarf 30— 40 manns, til þess að draga upp akker- in, en þau eru allþung, um U/2 smál. hvort. Skipþetta er mjög fallegt og virð- ist öllu vera haganlega fyrirkomið í því. Skipstjórinn á »Horst Wessel« er gam- alkunnur hér á landi, liann var hér ár- ið 1929 á rannsóknaskipinu »Meleor« og heitir Thiele. Skólaskip þetta heitir í höf- uðið á einum föllnum framherja National- ista, Horst Wessel, og er allstórt mál- verk af honum um borð í skipinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.