Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1937, Blaðsíða 13
Æ G I R sendar til rannsóknarstofu l)æði í Dan- mörku og Þýzkalandi og hefir verið lok- ið lofsorði á þessa framleiðslu. Á Akureyri er gaffalbitagerð og þar er einnig soðin niður millisíld (kópsíld), þótt ellaust sé miklu færri mönum kunn- ugl um það en skyldi. Hér i Reykjavík liefir hin norðlenzka millisíld lítið eða ekkert verið auglýsl og er það eílaust mis- ráðið með jafnágæta vöru. Á ísafirði er svo rækjuverksm., er tók til starfa í fyrra. Hér heíir þá með fáum orðum verið sögð sagan af niðursuðu ísl. sjávarafurða. Ilvað mikið magn af sjávarafurðum ætli sé soðið eða lagt niður árlega hér á landi? Ef vér lítum á skýrslurnar fyr- ir seinastl. ár, þá stendur þar: 25 smál. af fiski, íl iunna af síld og 100 þús. dós- ir af rækjum. Það er tæplega hægt að segja frá því kinnroðalaust, að á því herrans ári 1936, skuli 41 tn. hafa verið notaðar lil 'niðurlagningu, sama árið og íslendingar verka til útflutnings 2'i9.215 tunmir af síld. Sama árið og íslendingar sjóða niður 25 smál. af íiski, ílytja Norð- menn út svipað magn af niðursoðnum sjávarafurðum og allur saltfisksútflutn- ingur þeirra nemur. Ilafa íslendingar ekki hráefni til að vinna úr til niðursuðu? Jú, þeir hafa mikið efni og gott og standa mörgum framar um alla aðstöðu með að ná sér í hráefni. íslendingar ráða yfir ílestum þeim hráefnum, sem Norðmenn nota til að leggja niður, nema hrisling. Eru ekki likur til að hér verði hægt að framleiða álíka góða niðursuðuvöru og í Noregi? Jú, til þess eru miklar lík- ur og það ekki sízt fyrir það, að hér er oftast hægt að ná í hráefnið alveg nýtt úr sjónum. Hafa ekki verið gerðar hér ýmiskonar tilraunir með það fyrir 'aug- um að hefja undirbúning á niðursuðu sjávarafurða lil útflutnings? Jú, en ílest 167 hefir það verið kotungslegt hæði að und- irhúningi og framkvæmd. Fiskimálanefnd lét sér þessi mál ekki óviðkomandi og studdi rækjuverksmiðjuna og ýtti undir tilraunir Sláturfélagsins. Hún studdi líka 3 menn með fjárstyrkjum lil þess að kynna sér niðursuðu erlendis. Peir skiluðu skýrslum um árangurinn og búið þar með. Sennilega hefði verið hvggilegra, að nefndin hefði varið þessu fé, sem féll lil hinna 3 sendimanna, til þess aðstyrkja einhvern ungan og efnilegan stúdent til þess að læra niðursuðu sjávarafurða. Ár- lega úlskrifast úr menntaskólum lands- ins 60—70 stúdentar, og eru þeir löngu komnir í vandræði með, að hverju þeir eigi að hverfa, ef þeir hugsa um að halda áfram námi, því að í flestum áttum er fullskipað. Mér er eigi að síður ekki kunn- ugt um, að nokkur leggi fyrir sig að nema niðursuðu sjávarafurða, þrátt fyr- ir það, að varla geli hjá því farið, að á næstunni verði nauðsyn á faglærðum manni í þeim efnum. Það getur varla leikið nokkur vafi á þvi, að í framtíðinni verði niðurlagning og niðursuða sjávarafurða ísl. útveginum nokkur sloð. Það er þess vegna nauð- syn á þvi, að ekki verði um of látið drag- ast úr hömlu, að eitthvað verulegt verði framkvæmt þessu málefni til stuðnings. Það er valt völubeinið, og vér íslend- ingar megum vera þess minnugir, að það er ekki einhlitt að trevsta æ á það, að sildin bjargi oss yfir refilstigu, þótl lnin hafl gert það nú í ár. Oss er hrýn nauðsyn, að láta einskis ófreistað lil þess að gera framleiðsluvör- ur vorar sem fjölbreyttastar, því að með því móti ætli að verða hægara að kóma öllu framleiðslumagninu á markað, auk þess sem það myndi skerða atvinnuleys- ið og beint og óbeint veita yfir i ríkis- sjóðinn nokkru fé. L. K.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.