Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1938, Qupperneq 4

Ægir - 01.03.1938, Qupperneq 4
62 Æ G I R Jón Baldvinsson, bankastjóri. Arla morguns, þann 17. þ. m., sáust víða hér i bæ blakta fánar í hálfri stöng; fregnin um lát Jóns Baldvinssonar, bankastjóra, liafði l)orizt með morgun- sárinu. Jón Baldvinsson var Yestfirðingur að ætl og' fæddur var hann á Strandseljum í Ögurhreppi 20. desember 1882. Foreldr- ar lians voru Baldvin Jónsson bóndi þar og kona lians Ilalldóra Sigurðardóttir frá Hörgshlíð. Jón fór á unga aldri lil prentnáms í prentsmiðju Skiila Thoroddsen á ísa- firði. Lauk Jón þar prentnámi og flutt- ist siðan suður til Bessastaða með Skúla, e.r hann settisl þar að. Árið 1905 fluttist Jón til Revkjavikur og gerðist préntari í „Gutenbcrg“, sem þá var nýstofnuð. Prentiðn stundaði bann fram lil 1!)18, en J)á var hann kjörinn forstjóri AlJ)ýðu- brauðgerðarinnar, og hélt hann því starfi til 1930, er hann varð bankastjóri Út- vegsbanka íslands. Jón átti sæti á Al- þingi i 17 ár samfleytt, sem þin. Reyk- víkinga frá lí)21—1926, en landkjörinn ])m. síðan. Hann var kosinn í Dansk-ís- lenzku ráðgjafanefndina 1927 og Þing- vallanefndina 1928 og átti sæti í báðum þessum nefndmn fram til dauðadags. Árið 1932 var bann kosinn i millij)inga- nefnd um kjördæmasldpun og á haust- ])inginu árið eftir var liann kjörinn for- seti sameinaðs Alþingis og var það siðan. í bæjarstjórn Revkjavíkur álti bann sæti 1918—1921. Jón var forseti Alþýðusam- bands íslands frá stofnun þess 1916 og formaður Al])ýðuflokksins frá öndverðu. Árið 1908 kvæntist Jón Júliönu Guð- •mundsdóttur frá Jáfnaskarði í Stafholts- tungum. Þau eignuðust einn son, Bald- vin að nafni og er bann lögfræðingur. Auk ])ess áttu þau tvær fósturdætur. Þegar lilið er á bin mörgu og sundur- leitu störf, sem Jón Baldvinsson gegndi um ævina, sér maður, að hann liefir gnæft upj) úr meðalmennskunni og stað- ið slcör framar flestum stjórnmálaleið- tog'um og foringjum þjóðarinnar, er lionum voru samferða. Tæjiast verður ritað svo um stjórnmálamanninn Jón Baldvinsson, að ekki verði Skúla Thor- oddsen gelið þar, því að frá liomnn mun Jón liafa orðið fvrir miklum álirifum á unglingsárunum. Skúli var hvatasti og skeleggasti landvarna- og umbótamaður sinnar tiðar, og mun það ekki hafa haft litla þýðingu fyrir Jón að vera samvist- um með honum árum saman. Jón Bald- vinsson var í senn vitur, ötull og sam- vinnuþýður stjórnmálamaður, sem ekki bar eitur í vojm sín, ])ótt við andstæð- inga ælti. Hann var flestnm mönnum lægnari og þrautseigari við að koma málum sínum fram, og kom það gleggst i Ijós þau árin, sem hann sat einn á þingi, úr flokki socialisla. Mjög reyndi á foringjahæfileika lians sem formanns Alþýðuflokksins og forseta Alþýðusam- bands íslands, og sakir jirúðmennsku sinnar og samningahæfni gekk honum jafnan ótrúlega vel að levsa margskon- ar hita- og deilumál. Er það margra mál, að samningahæfni hans bafi verið slik, að fáir hafi þar komi'ð til jafns. Sjómanna- og verkalýðsstétt landsins á meira a'ð þakka Jóni Baldvinssvni en flestum öðrum, því að fyrir hana bar bann fleiri umbótamál fram til sigurs en nokkur annar maður. Jón Baldvinsson var runninn úr al- ])ýðustétt og' fvrir liana starfaði hann fölskvalanst fram að lokadægri.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.