Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Síða 6

Ægir - 01.03.1938, Síða 6
61 <E G I R verðmætið þannig niður á lielztu veiði- svæðin, miðað við liundraðstölu: Af heildar- Af heildarana: verðmæti: Norðursjórinn ... .. 25% 39% Kattegat .. 24— 20— Beltin .. 21— 16— Eystrasalt .. 10— 8— Skagerak .. 9— 6— Limafjörður <i— 5— Eins og þessi tafla her með sér, fiskast Vi af lieildarveiðinni í Norðursjónum og gerir sá afli næstum því % af heildar- verðmætinu. Hinn mikli mismunur á afla og verðmæti á þessu veiðisvæði er aðallega fólginn i því, að meira en lielm- ingurinn, eða 55%, af öllum skarkola, sem Danir veiða, fiskast þar. En eins og kunnugt er, þá er skarkolinn ein af verð- mætustu fisktegundunum. Þorslcveiðar stunda Danir mest í Beltunum og fiska þar meira en þriðjung af aflanum, en auk þess fiska þeir talsvert af þorski í Katlegat og Norðursjónum. Síld er mest veidd í Beltunum, mikið við Kattegat og auk þess nokkuð í Eystrasalti og víðar. í Norðursjónum stunda Þjóðverjar, Norðmenn og Englendingar síldveiðar að mun, en Danir sama og ekkert. Danski sagnfræðingurinn Saxó, sem uppi var um 1200, skrifaði sögu Dan- merkur, og gelur liann þess, að Danir stundi síldveiðar afar mikið i Eyrar- sundi og að síldin sé ein aðaltekjulind þjóðarinnar. Virðist svo af frásögn Saxó, að Danir hafi þá stundað síldveiðar meira en flestar aðrar þjóðir. Þessi um- sögn gefur nokkra hendingu um það, að Danir liafi frá öndverðu stundað fisk- veiðar að meiru eða minna leyti. Heildartala fiskimanna (þ. e. a. s. þeirra, er liafa fislcveiðar að aðalstarfi) skiptist þannig á iielztu veiðisvæðin: Ivattegal ...............t.. 3 715 menn Beltin ...................... 3151 — Norðursjórinn . .. . .... 2 257 menn Evstrasalt 1 538 — Limafjörður 1342 — Eyrarsund 474 — Skagerak 399 — Esbjerg er stærsti fiskveiðahærinn í Danmörku. Þaðan ganga um 300 hátar og skip yfir sumartímann, með um 1500 manna áhöfn. Fiskiflotinn i Esbjerg ásamt veiðar- færum er metinn á tæpar 10 milljónir kr. Árin 1935 og 1936 hættust 18 ný fiski- skip við í Esbjergflótann. Arið 1936 voru fluttar út sjávarafurðir frá Esbjerg fyr- ir rúmar 17 miljónir kr. eða 22 228 smál.,' og' er það hér um i)il V± af heildaraflan- um. Þessi afli er þó ekki allur af heima- flotanum, þvi að um 100 sænskir bátar leggja árlega á land nokkuð af afla sín- um í Esbjerg. Veiði Svía er þó aldrei nema mjög lítill liluti af heildaraflan- um, og er það einkum ýsa, sem þeir leggja á land, því að hin síðari ár liafa þeir lagt sig mjög mikið eftir að veiða liana og gengið betur en Dönum. En það sem einkum eykur á fiskútflutninginn frá Esbjerg, er það, hversu mikið fisk- magn er flutt þangað frá öðrum fiski- verum og sem síðan er sent þaðan á er- lendan markað. Vikulega fara 8 flutn- ingabátar frá Esbjerg með nýjan fisk til Englands og auk þess flytur einn ])átur fisk til Antwerpen og Dunkerque. Danir selja mjög mikið af lifandi ál til Eng- lands og er bann allur fluttur frá Es- bjerg. Árið 1936 voru fluttar til Englands frá Esbjerg rúmar 7000 smál. af fiski. Þýzkaland er annar höfuðkaupandinn að fiski frá Esbjerg og eru sehlar þang- að árlega um 3000 smál. Megnið af þeim fiski, sem fer til Þýzkalands, er fluttur með járnbrautum. Talsverðum fiskiðn- aði hefir verið komið á fót i Esbjerg hin siðari ár og verður drepið á það síðar,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.