Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 16
71 Æ G I R stjórnin örugg, og var seni menn yrðu lítið var- ir veðra undir stjórn Gunnars. Með rólegum, ákveðnum fyrirskipunum hratt hann fleyi á flot í Jesú nafni, og bæn var lesin áður en lagt var frá landi. í staðfastri trú og bljúgri bæn auðnaðist Gunnari, allan sinn langa og oft stranga sjóferðatíma til sjötugs aldurs, að lenda skipi og mönnum heilu i vör, svo að aldrei varð hið minnsta að. Guð í hjarta þessa þrekmikla hógláta sjómanns veitti honum fararlieill. Lengstan formennskutima sinn var Gunnar á opnum bát, sexæring, og geta þeir menn, sem nú eru að alast upp við aðrar sjómennskuað- ferðir og annan skipakost, varla sett sig inn i það, hve mikið sjór var sóttur á þessum skip- um og hve slæm veður oft lcomu, sem taka varð á móti, oft langar leiðir í mótvindi, kom þá oft til, að betra var að vera góður stjórnari og skjótráður útsjónarmaður, en um Gunnar mátti segja, að hann færi svo vel að sjó, að litt yrði veðra vart, svo sem áður er á minnst. Siðasta sigling Gunnars var, er hann sigldi skipi sínu til Hafnarfjarðar til þess að láta setja vél í það. Það var unun að sjá „Hafrenning'* undir öllum seglum, sjá hve létt og tipurt hann skreið undir góðri stjórn. En seglskipin urðu að víkja fyrir vélskipunum og Gunnar fylgdist vel með því, seni gerðist að því er að sjónum laut, og síðustu árin stundaði hann sjóinn á vélbát, og var jafnan, sem áður, aðgætinn og liappsæll umfram fjöldann og kom öllu heilu í höfn. Landbú hafði Gunnar einnig og var það með sömu prýði gert og umgengið, sein sjómennsk- an, þó þvi væri minni tími ætlaður, einkum fyrri liluta æfinnar, því þegar fiskileysis árin voru, þá stundaði Gunnar sjó á þilskipum og gat sér þar sem annarsstaðar, ágætan orðstir fyrir dugnað og aflasæld. Við opinlier mál kom Gunnar ekki mikið, en ])ó var það svo, að framkoma lians hafði mikil álirif í umhverfi því, er hann starfaði í, enda var liann um skeið í lireppsnefnd og þótti því máli vel borgið, er til hans kasta kom, og svo ábyggilegur var hann, að um liann mátti segja að betri þóttu orð hans en handsöl annara rriánna. Heimili Gunnars var liið ákjósanlegasta og orðlagt að gestrisni af land- og sjófarendum. En þann skugga, sem á það sló, er Gunnar missti sína ágætu konu, dró ei aftur frá í huga lians. Hinn langa tíina bar hann liarm sinn í hljóði og beið þess öruggur að hitta aftur vin sinn og börn, sem á undan lionum voru farin. Gunnar var nieðalmaður á iiæð, þrekvaxinn og léttur í spori. Öll framkoma lians bar vott um liinn andlega og líkamlega þrekmikla mann, scm ekki vildi í neinu vamm sitt vita, þéttan á velli og þéttan i lund, þotgóðan á raunastund. Gunnar var jarðsunginn að Kálfatjörn hinn 18. jan. að viðstöddu fjölmenni. Veður var hreint og bjart en dálitið kalt. Það var sem líf þitt, liorfni vinur. Blessuð sé minning þín. Sveitungi. Ný teg’und fiskilína. Mörg undanfarin ár liefir verksmiðja ein i Noregi, sem býr til línur fjrrir hvalveiðara, notað „sisal“ í línur þessar. („Sisal“ líkisl manillu, en telst þó til hampplöntuættarinnar.) Það mun vera nokkuð síðan, að menn fóru að gefa því gaum, hvort ekki mundi vera liægt að nota „sísal“ í fiskilínur, og hefir veiðar- færaverksmiðjan Kristiansands Fiske- garnsfabrik A/S, sem kunri er hér á landi af viðskiptum með síldarnætur og síldarnet við útgerðarmenn, gert tilraun- ir með þetta undanfarið og nú fyrst í vetur sent frá sér „sísal“-línur. Þessar lín- ur eru framleiddar úr sérstakri tegund af „sisal“-hampi, og sagt er að nota verði nýja tegund af spunavélum við þessa framleiðslu. Það er álit ýmsra fiski- manna, sem notað hafa þessar línur, að ])ær muni reynast fiskisælar, vegna þess livað léttar þær séu og svífi því betur í sjónum, en vanalegar linur. Útgerðarmaður einn í Vestmannaeyj- um hefir notað „sisal“-línur þessar í vet- ur, og telur hann þær hafa reynst mjög vel. Linur þessar hafa vakið almenna at- liygli meðal útgerðarmanna í Eyjum, og er það ekki að undra, þar sem þær kosla lielmirigi minna en liamplínur. Vitanlega er ekki enn þá hægt að fullvrða neitt um framtíð þessarar „sisal“-línu, en eflaust

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.