Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 9
Æ G I R 67 matsstjóra eða yfirfiskimatsmanna, um rétta gerð og nothæfni þróanna". Eftirfarandi tillögur voru samþykktar við- vikjandi síldarleit meff sjálfritandi dýptar- mæli: 1. „Fiskiþingið beinir þeirri áskorun til ríkis- stjórnarinnar, að láta nú þegar setja sjálf- ritandi dýptarmæli i varðskipið Þór og verði skipinu falið að framkvæma sildarleit á þessu ári, þannig, að leitað sé einkum fyrir Norðurlandi að sumri (byrji þar 20. mai, en við Faxaflóa að hausti. 2. Fiskiþingið telur æskilegt, að Þór verði einnig látinn gera tilraunir um nýjar veiði- aðferðir, sérstaklega með tilliti til síld- veiða i Faxaflóa. Ennfremur skorar Fiski- þingið á Fiskimálanefnd, að nota þá heim- ild, er hún hefir í lögum til að gera til- raunir til veiða með nýjum veiðiaðferð- um, og til að leita nýrra fiskimiða og verði einstaklingaf styrktir í þessu skyni, eftir því sem henta þykir“. Um talstöðvar í vélbátum og fiskiskipum var samþykkt eftir farandi tillaga: a. „Fiskiþingið skorar á Alþingi, að veita rif- legan fjárstyrk til þess að gera eigendum fiskibáta kleift að eignast og reka tal- stöðvar í bátum sínum. b. Sjái Alþingi sér eigi fært að veita beinan fjárstyrk í þessu skyni, þá skorar Fiski- þingið á það, að leggja fyrir stjórnir Landssímans og Útvarpsins, að veita rifleg- ar ívilnanir um leigu, kaup og viðhald tal- stöðva og úlvarpstækja í fiskibátum“. Viðvikjandi sildarverksmiðjum var samþykki eftirfarandi tillaga. Fiskiþingið skorar á rikisstjórnina: 1. Að nota nú þegar heimild þá, sem síðasta Alþingi veitti til byggingar síldarverk- smiðju á Raufarhöfn, þannig að byrjað verði á byggingu verksmiðjunnar i sum- ar, svo að tryggt verði, að hún geti tekið til starfa í byrjun vertiðar 1939. 2. Að láta setja upp fyrir næstu vertíð, við sildarverksmiðju rikisins á Siglufirði, tvö sjálfvirk losunartæki með vigtum, og enn- fremur flutningaböndum á bryggjur, sem nægja til að afnema allan akstur á síld við löndun. 3. Að einstökum mönnum eða félagi, ef stofn- að verður, verði veitt heimild til þess að byggja sildarbræðslustöð á Þórshöfn á Langanesi, er brætt geti a .m. k. 2400 mál síldar á sólarhring". Um vitamál var samþj’kkt eftirfarandi: 1. „Fiskiþingið skorar á þing og stjórn að verja framvegis öllu vitagjaldinu til vita- málanna (reksturs, viðhalds og nýbygg- inga). 2. Leggur áherslu á að viti verði reisiur, sem allra fyrst, til að draga úr slysahætt'u við Mýrar við Faxaflóa. 3. Mótmælir þvi, að Fiskifélagið verði svift tillögurétti þeim, er það nú hefir um vila- mál“. Auk þeirra mála, sem nú hafa verið nefnd, hafði Fiskiþingið, meðal annara, þessi mál til meðferðar: Hafnargerðir og lendingarbætur. Landlielgisgæzlu og björgunarmál. Fiskiðnaður (Hraðfrgsting og niðursuða). Norsku samningarnir. Skoðun og eftirlit skipa. Verðlag á útgerðarvörum. Lög um vátrgggingarfélög fgrir vélbáta. Sameining Fiskifélaýs og Fiskimálanefndar. Fræðslustarfsemi. Frumvarp um bregtingar á lögum um at- vinnu við siglingar. Sjóhrakningur fyrir 142 árum Ærið algengt var það á 18. öld og fram- an af 19. öldinni, að smábændur framan úr Húnavatnssýslu sæktu sjó út á Skaga. Sumir bændur réru bæði vor- og haust- vertíð, en aðrir aðeins á haustin. Nokkrir voru þeir bændur, sem áttu sjálfir báta þá, er þeir réru á, en aðrir réðu sig sem háseta hjá skipaeigendum. Milli vertíða voru bát- arnir oftast geymdir í naust út á Skaga. Flestir aðkomuformenn byggðu sér ver- búðir á Skaga og héldust þar við meðan á vertíð stóð. En þó voru til þeir formenn, sem fengu inni fyrir skipshöfn sina á bæj- um þeim, er næstir voru sjó. Þeir Húnvetningar, er stunda ætluðu haustvertíð á Skaga, byrjuðu venjulega að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.