Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 18
76 Æ G I R í bili. Lína cr ekki fáanleg eins og stendur, vegna þess að ekkert hráefni er til, og er það ekki væntanlegt til landsins fyrr en i lok mán- aðarins. Getur það varla talizt vansalaust, að ekki [skuli betur um þessa hnúta búið en það, að bátar verði að hætta á miðri vertíð, vegna veiðarfæraskorts. Grindavík: Þar hefir aflast sæmilega, en vegna þess hvað brimasamt liefir verið, hcfir oft verið örðugt að sækja sjó. Aflinn er talsvert blandað- ur ufsa. Verstöðvarnar austanfjalls: Þar hefir fiskazt lítið, það sem af er vertíð, en útlit er fyrir að veiðin glæðist, ef tið verð- ur skapleg. Þann 17. þ. m. vildi það slys til í lending- unni á Stokkseyri, að ólag reið á bátinn Ingu, cr hún var að fara inn sundið, og lenti það á stýrishúsinu og braut það og lók út tvo menn, er þar voru, og drukknuðu þeir báðir. Menn- irnir voru: Guðni Eyjólfsson frá Björgvin á Stokkseyri, formaður bátsins, og vélamaðnrinn Magnús Karlsson, báðir ungir inenn og ókvæntir. Fjórir bátar l'rá Stokkseyri, sent áttu eftir að lenda, liættu við lendingu, er skipverjar sáu ófarir Ingu, og héldu til hafs. Bátar þessir náðu síðar heilir í liöfn. Vestmannaeyjar: Þar er minni afli kominn á land en á sama tima í fyrra og stafar það bæði af fiski- og gæftaleysi. Dag og dag hefir þó fiskazt dável, t. d. var hlaðafli í net 14. marz, og tvihlóðu þá sumir bátarnir. ísfélag Vestinannaeuja hefir nú hal'ið isfram- leiðslu í stórum stil, og verið er að byrja á gagngerðum umbótuin og stækkun á húsuin og tækjuni félagsins og verður meðal annars byrj- að að hraðfrysta kola. Félagið hefir nú þegar samið um móttöku á dragnótaafla 15 báta næsta sumar. Einnig stendur til að hagnýttur verði betur en gert hefir verið, ýmiskonar ann- ar fiskur, svo sem steinbítur, karfi o. fl. í Höfn í Hornafirði liefir fiskazt nijög litið enn þá. Mikið veiðist nú af loðnu i firðinum. Tilkynning frá norsku þorskveiðaskrif- stofunni, viðvíkjandi hjálp handa útvegi til þorskveiða 1938. Það vísasl lil lijálparráðstafana þeirra, sem fyrirskipaðar voru 1936 og 1937, þar seni sömu reglur og stefnumið skulu g'ilda fyrir hjálparráðstafanirnar 1938. Að undangenginni ráðstefnu með verzlunarráðuneytinu tilkynnist: Stórþingið hefir heimilað verzlunar- ráðunevtinu að gera ráðstafanir til stuðnings þorskfiskveiðum 1938, að svo miklu leyti sem þörf krefur. Skilyrði fyrir sérhverjum styrk er það, að greitt liafi verið lágmarksverð fyrir fiskinn U])p úr sjó, og telst það lágmarksverð fyrst um sinn 13 aurar kilógrammið í Lofoten og öðrum skreiðarhéruðum og 12 aura kílógrammið á Finnmörk, allt fyrir vel með farinn, blóðgaðan og slægð- an fisk. Með ofstaðinn fisk, fisk sprunginn af loðnuáti, óhlóðgaðan fisk eða skemmdan fisk er venjulegur frádráttur tekinn til greina, en þó svo, að fiskur, sem greidd- ur er með undir 9 aura verði á ldló- gramm upp úr sjó, kemur ekki til greina við stvrkúthlutun. Ef til kemur, mun út- flutningur verða hindraður á fiski, sem greiddur liefir verið lægra verði en á- kvæði styrkreglugerðarinnar hljóða um á Iiverjum tima. Að því tilskildu, að færðar hafi verið sönnur á, að liinn nýveiddi fiskur hafi verið key])tur fyrir ofangreint verð, eru slyrkveitingar einnig ákveðnar til handa verkendunum á grundvelli neðanskráðs greiðslustiga. Athygli skal vakin á því, að ekki hefir verið ákveðin kaupskylda af Iiálfu ríkisins í neinni mynd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.