Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 8
66 Æ G í R þús. kr., en þessi tvö lönd eru stærstu kaupendurnir. Þetta sama ár fluttu Dan- ir inn fiskafuröir fyrir 28 257 þús. kr., en af þeim innflutningi seldu þeir aftur til annara landa fyrir 2 445 þús. kr. Noregur er langstærsti innflytjandinn, eða fyrir um 11 731 þús. kr., og næst kemur Eng- land meö 7 315 þús. kr. Mestur hluti af innflutningi þessara landa (þ. e. a. s. af sjávarafurðum) er lýsi. Frá íslandi keyptu Danir sjávarafurðir fvrir aðeins 1 769 þús. kr. Fiskveiðar Dana eru svo miklar, að þær gera meira en að fullnægja neyzlu- þörf þeirra, sem meðal annars má sjá af því, að þeir flytja út sjávarafurðir fyrir 6 milljónum kr. meira en innfluttn- ingurinn nemur. Ekki mun of djúpt tekið i árinni, þótt sagt sé, að Danir reki fiskveiðar sínar með mikilli hagsýni og kosli kapps um að láta þær koma þjóðarheildinni að sem mestum notum. Fiskiþingið 1938. I'iskiþingið var sett i Kaupþingssalnuni i Eun- skipafélagshúsinu i Reykjavík 15. fel>r. og stóð yfir lil 10. marz. Fulltrúar á þinginu voru þessir: Frá Reykjavikurdeiklinni: Magnús Sigurðsson. Benedikt Sveinsson. Geir Sigurðsson. horsteinn Þorsteinsson. Frá Sunnlendingarfjórðungi: Þorbergur Guðmundsson. Finnbogi Guðmundsson. Fyrri hluta þingsins mætti Elías Þorsteins- son í veikindaforföllum Finnboga Guðmunds- sonar. Frá Vestfirðingafjórðungi: Finnur Jónsson. Kristján Jónsson. Frá Norðlendingafjórðungi: Páll Halldórsson. Jóhannes Jónasson. Frá Austfirðingafjórðungi: Friðrik Steinsson. Niels Ingvarsson. Geir Sigurðsson var kjörinn forseti þingsins, en ritari þess, Kristján Jónsson. Fiskiþingið liafði fjölmörg sjávarútvegsmál til meðferðar, en liér verður aðeins drepið á þau lielztu. Samkvremt 14. gr. laga um Fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o. fl., er heimilt að styrkja félög sjómanna, verkamanna og annara til kaupa á nýtízku togurum. Fiski- þinginu fannst lög þessi ná of skammt til þess að styrkja menn til skipakaupa og samþykkti því að skora á Alþingi að breyta lögum þessum þannig, að aftan við 14. gr. komi (i. liður, er hljóði þannig. „Að styrkja félög sjómanna, verkamanna og annara til kaupa á nýtízku mótorbátum, enda séu þeir byggðir hér á landi. Styrkurinn nemi allt að 10% — tiu af luindraði — af kostnaðar- verði, enda leggja eigendur fram 15—20% — fimmtán til tuttugu af Inindraði — af verðinu. Félögin séu stofnuð undir eftirliti Fiski- málanefndar og er öllum, sem l'ullnægja þeim skilyrðum, er nefndin setur, heimil ]iáttaka“. Viðvíkjandi Fiskveiðasjóði var samþykkl svofelld tillaga. „Fiskiþingið skorar á Alþingi það, sem nú sit- ur, að taka upp i fjárlög byrjunarafborgun af þeirri 1 milljón króna, sem rikissjóði ber að leggja Fiskveiðasjóði íslands samkvæmt lögum nr. 99, 3. maí 1930. Jafnframt verði útlánsvextir sjóðsins lækk- aðir niður í a. m. k., 5% og starfssvið hans rýmkað þannig, að honum sé heimilt að veita eðlileg stofnlán til allra fiskiskipa landsmanna, án tillits lil stærðar þeirra, annara en togara“. Vextir i I'iskveiðasjóði eru nú 6% og %% aukagjald. Um styrk til bygginga á pœkilsþróm var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Fiskiþingið skorar á Alþingi, er nú situr, að fela fiskimatsstjóra að semja reglur um gerð og byggingu pækilsþróa, og heimila að greiða úr ríkissjóði, eða Fiskimálasjóði, styrk til bygg- inga þeirra, allt að 35% af byggingarkostnaði. Styrkur þessi sé veittur að fengnu vottorði fiski- J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.