Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 17
Æ G 1 R 75 munu útgerðar- og fiskimenn bíða þess með nokkurri eftirvæntingu, hvað reynslan leiðir í ljós um notagildi hennar. Fréttir úr verstöðvunum. 25. marz. Isafjörður: Við ísafjarðardjúp er kominn mun meiri afli á land en um sama leyti i fyrra. Ógæftir hafa verið þar undanfarið og tregur afli, en hann virðist þó frekar vera að glæðast. Níu stórir vélbátar stunda veiðar frá ísafirði, en tveir af þeim (samvinnufélagsbátar) hafa orðið fyrir vélbilun, og er talið að þeir muni tefjast frá veiðum um hálfsmánaðartíma. Afli báta, sem róa úr landi, hefir yfirleitt verið tregur. Rækjuveiðar stunda nú sjö isfirzkir bátar á Arnarfirði og afla mjög vel. Undanfarið hefir verið svo inikil rækja á Arnarfirði, að ekki hefir þurft annað en að dýfa vörpunni i, til þess að fylla hana. Á hverjum bál eru tveir menn og liggja þeir við með bátana á Bildudal, en einn stærri bátur, Vestri, er í flutningum þaðan til ísafjarðar með veiðina. Rækjuverksmiðjan á ísafirði hefir styrkt flutningana með 1000 kr. um mánaðartíma, og kaupir svo rækjurnar fyrir 35 aura kg., komið til ísafjarðar. Sýður verksmiðjan nú niður 00—70 kassa af rækjum á dag, en i hverjum kassa eru hundrað dósir. A gömlu rækjumiðunum við ísafjörð stunda nú engir bátar veiðar. Olafsvík og Sandur: Fyrst i mánuðinum var dágóður afli í háðuni þessum verstöðvum, en þegar kom frain yfir hann miðjan, tók alveg fyrir fiskið og hefir sama og ekkert fiskast þar síðan, og það jafn- vel þótt loðnu hafi verið þeitt. Gufuskipið Edda lestaði í Ólafsvik 17. þ. m. 55 smál. af óverkuðum stórfiski til Portugal. Akranes: bar hefir verið mjög sæmilegur afli, en veð- ur hefir verið óhagstætt til sjósóknar, eins og í öðrum verstöðvum við Faxaflóa. Reykjavík: Nokkrir togarar hafa verið á ufsaveiðum og aflað vel, Togararnir Venus, Júpiter og Reykja- borg, sem stundað hafa saltfiskveiðar við norð- vdsturströnd Noregs, síðan þeir hættu ísfisk- veiðum, seldu afla sinn í Englandi um miðjan mánuðinn. Afli þeirra var, sein hér segir, mið- að við enskar smál. Venus 134 mál., Júpiter 91 smál. og Reykjaborg 79 smál. Þessir togar- ar eru nú komnir heim. Línuveiðarar þeir, sem Ieggja afla sinn á land í Rvík hafa flestir aflað ágætlega, og hafa sumir þeirra aflað allt að 30 skippund í lögn á 120 lóðir. Mest hefir verið beitt loðnu, sem skipsmenn veiða sjálfir. Vélbáturinn Aðalbjörg stundar botnvörpuveiðar hér í Flóanum. Hún fór fyrst út á veiðar að kvöldi 19. þ. m. og veiddi þá um nóttina 11 smál. af þorski. Rauðmagi er nú að byrja að veiðast hér í firðinum. Þann 15. marz lagði maður einn net sín og fekk um 50 rauðmaga. Það mun vera fyrsti rauðmagaaflinn, sem kemur á land á þessu ári. Rauðmagi er nú seldur hér á 60 aura stykkið. Vatnsleysuströnd og Vogar: Þaðan ganga til veiða á vertíðinni einn þil- farsbátur 22 smál. og 12 opnir vélbátar. Þann 5. marz byrjuðu vélbátarnir að veiða með net- um og hafa fiskað dável í þau. Vikuna 14.—- 20. marz fiskaðist ágætlega á línu eða frá 12— 26 skippund í róðri. Beitt hefir verið jöfnum höndur loðnu og sild og fiskast vel á hvort- tveggja. í báðum þessur verstöðvum er nú kom- inn niiklu meiri afli á land, en alla siðastliðna vertið. Keflavík: Þar hefir verið dágóður afli og er nú kom- inn miklu meiri fiskur þar á land en á sama tíma síðastl. ár. Mestur afli á bát frá byrjun vertíðar er um 500 skippund. Tveir bátar hafa róið þaðan með net og aflað lítið. Flutn- ingaskipið Eidda tók nýverið 1000 smál. af ó- verkuðum saltfiski í Keflavik. Sandgerði: Afli hefir verið þar sæmilegur. Vikuna 14.— 20. þ. m. var ágætur afli og fiskaði hæsti bát- urinn ]iá 150 skippund. Vélbáturinn Þráinn fiskar loðnu fyrir bátana og hefir aflað frá 40—100 tn. á dag. Bátarnir í Sandgerði hafa undanfarið orðið fyrir miklum ágangi af er- lendum togurum, og er af þeirra völdurn orð- inn svo mikill veiðarfæraskortur, að búist er við, að sumir bátarnir verði að liætta veiðuin

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.