Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 7
Æ G I R 05 Skagen er annar stærsti fiskveiðabær- inn í Danmörku. Um 600 manns liafa þar fiskveiðar að atvinnu og öfluðu þeir ár- ið 1936 10 189 smál. og nam verðmæti afl- ans um 2 412 þús. kr. Sviar leggja jafn- an mikinn afla á land á Skagen og var sú veiði ekki minni en rúmar 6000 smál. árið 1936. Þriðji stærsti fiskveiðabærinn er Frederikshafn, og stunda álíka margir menn fiskveiðar þaðan og á Skagen, en þar kemur jafnan um þriðjungi minna fiskmagn á land. Frá fjölmörgum öðrum borgum og bæjum eru stundaðar fiskveiðar, en i miklu minni stíl. í böfuðborginni sjálfri — Kaupmannahöfn — eru aðeins um 160 menn, sem bafa fiskveiðar sem aðalat- vinnu og 90 menn stunda þær í ígripum. Heildarafli þessara manna varð 1 268 smál. árið 1936, en skip og bátar annar- staðar frá lönduðu alls í Kaupmanna- böfn þetta ár 1 082 smál. Á árinu liefir því alls verið landað í Kaupmannaböfn um 2 350 smál. af fiski og er það ekki nema mjög lítill hluti af því, sem Kaup- mannabafnarbúar ela af þessari fæðu- tegund, og er því mikið af fiski flutt þangað, með járnbrautum og öðrum far- artækjum, frá fjarlægum veiðistöðvum. Aður fyrr keyptu Danir allar niður- soðnar sjávarafurðir frá útlöndum, aðal- lega frá Svíþjóð. En bin síðari ár hefir risið upp talsverður fiskiðnaður þar í landi og hafa verið reistar margar verk- smiðjur til þess að leggja og sjóða niður fisknýmeti. Árið 1930 var fyrir atbeina Staunings, forsætisráðberra Dana, komið Upp rannsóknarstofnun fvrir fiskiðnað- inn (Fiskeridirektoratets Fiskeriökono- miske Forsögslaboratorium) og befir þessi stofnun sleitulaust unnið að því að gera fiskiðnað Dana sem fjölbreyttastan, og bafa rannsóknir liennar komið niður- suðuverksmiðjunum að mikilsverðum nofúm. Fisktegundir þær, sem Danir leggja og sjóða niður, eru aðallega þessar: Brislingur, síld í beilu lagi og flökuð, rækjur, liumar, mákríll, l>æði flakaður og í beilu líki, túnfiskur og ýmiskonar skelfiskur. Auk ]jess l)úa þeir til mikið af fiskibollum úr þorski og ýsu. í Danmörku eru 5 rækjuverksmiðjur, og er sú stærsta þeirra á Skagen. Við Grænland fiskast talsvert af rækjum og eru þær soðnar niður i fiskverksmiðj- unni í Ilolsteinsborg, en hún er á vestur- strönd Grænlands. Aluminium-dósir eru, nú orðið, eingöngu notaðar undir rækjur. Allar stærstu fiskniðursuðuverksmiðj- urnar eru á Norður-Jótlandi og eru það einkum fiskimennirnir frá Skagen, sem veiða fyrir þær. I Esbjerg er mjög stór verksmiðja, sem eingöngu sýður niður fiskibollur, en auk þess eru þar ýmsar aðrar smærri verksmiðjur. Á Bornbolm er verksmiðja, sem leggur niður síld, og önnur á Fjóni. Árið 1936 voru alls notaðar til fiskiðn- aðar 9 300 smál. af fiski, ásamt krabba og skeldýrum. í þessum 9 300 smál. er meðtalinn reyktur og flakaður fiskur. Söluverð allra niðursoðinni sjávarafurða nam, þetta ár, um 11.3 milljónum kr. Danir flytja nú ekkert orðið inn af niðursoðnum sjávarafurðum, svo telj- andi sé, nema lítið eitt af sardínum frá Portugal og niðursoðnum fiski frá Nor- egi. Útflutningur þeirra af niðursoðnum sjávarafurðum nam að verðmæti til, ár- ið 1936, 367 þús. kr. Heildarútflutningur Dana af sjávaraf- urðum árið 1936 nam 35 208 þús. kr. — Langsamlega mestur hluti af því verð- mæti var fyrir nýjan fisk. England keypti þetta ár fisk frá Danmörku fyrir 17 102 þús. kr. og Þýzkaland fyrir 10 613 L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.