Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 14
72
Æ G I R
mannahöfn 23 (26), Þverá 22 og Vog 29
(32).
Við Island stunduðu veiðar 3 129 menn
og er það 277 færra en árið áður. Veiðar
þeirra hér við land gengu talsvert betur
en árið áður, einkum ef miðað er við
það, að nokkru færri skip sóttu hingað
til veiða en fyrra ár.
Ileildarafli Færeyinga á Islandsmið-
um varð 7 725 smál. (5600), miðað við
fullverkaðan fisk, og auk þess 290 smál.
ísfislcur og 55 112 tn. síld. Verðmæti þessa
afla nam alls 2 720 þús. kr. og er það -15%
af heildarverðmætinu.
Fleiri færeysk skip lóku þátt í veiðun-
um við Grænland síðastl. sumar en
nokkru sinni áður. Um 2000 Færeyingar
voru þar við veiðar og er það 500 fleiri
en árið 1936. Heildarafli Færeyinga við
Grænland varð 9 693 smál. og er það um
þriðjungi meiri afli en árið áður. Verð-
mæti aflans nam 2 803 þús, kr. Ágætur
afli var við Grænland allt sumarið, og
sem dæmi þess, hversu mikið góðfiski
var þar, má geta þess, að einn færeyskur
kútter fiskaði um 35 þús. af stórum
þorski á einni viku. Flest allir kútterarn-
ir fylltu sig' tvisvar. Fyrri farminn los-
uðu þeir í flutningaskip, sem var þar
norðurfrá, til þess að taka afla skipanna.
Um mánaðamótin ágúsl og sept. liéldu
flestir færeysku kútterarnir heimleiðis.
Vegna þess, hvað þátttakan í veiðun-
um við Grænland var mikil af liálfu
Færeyinga, stunduðu þeir mildu minna
veiðar á Bjarnareyjarmiðum en árið
1936. AIls voru 402 Færeyingar á veið-
um við Bjarnarey, en 1490 fyrra ár.
Heildaraflinn varð 1 672 smál. (4872).
Kútterarnir stunda að jafnaði engar
veiðar lieima við Færeyjar og fiskuðu
þeir þar aðeins 97 smál. á árinu.
Heildarafli og verðmæti skiptist þann-
ig niður eftir útgerðarstöðum:
Þórshöfn .......... 4 488 smál. 1 476 þús. kr.
Klaklcsvík ........ 5 426 — 1 774 — —
Vestmannahöfn ... 2 644 — 825 — —
Þverá ............. 2 891 — 800 — —
Vog ............... 3 739 — 1 145 — —
Það sem hér að framan er sagt um
þátttökuna í veiðunum, hvað mannfjölda
snertir, er það að athuga, að mestur
hlutinn er tvítalinn, því að sömu menn-
irnir stunda veiðar við Grænland á sumr-
in, er fiska á vetrarvertíðinni við ísland.
Miðað við hundraðstölu, skiptist heild-
arafli og verðmæti þannig niður á veiði-
svæði þau, er Færeyingar fiska á:
Af heiltlar-
Af heildarafla: verðmteli:
Við Færeyjar .... 0,5% 0,8%
íslandsmið ....... 40,3— 45,1—
Bjarnareyjarmið . 8,7— 7,1—
Grænlandsmið ... 50,5—- 47,0—
Mismunurinn á liuxfdraðstölu afla og
verðmætis, að þvi er snertir íslandsmið,
stafar af síldarafla Færeyinga hér við
land, en síldin er ekki talin með hér í
heildaraflanum.
Heildarafli Færeyinga á árinu nemur
að verðmæti 6 020 þús. kr. (lieimaveiðin
ekki meðtalin) og er það 1 217 þús. kr.
meira en fyrra ár.
Sal tf i sk i n n flutni ngu r
Portúgala 1937.
Innflutningur á saltfiski til Portúgal
síðastliðið ár, var sem hér segir:
Noregur
ísland ..... 11 731 —
Nvfundnaland .... 4 835 —
Frakkland 60 —
Þvzkaland 480 —
Færevjar 894 —
Alls 33 970 smál.
Heildarinnflutningur Portúgala á salt-
fiski var 47 367 smál. árið 1936 og liafa