Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 11
Æ G I R 69 jafnan slaka nokkuð lil við stærstu sjóina, því að þcir lyftu bátnum liátt í loft, ogstóð þá oft glöggt, að Erlendur lirykki eigi sjálf- ur fvrir borð. Þótt Erlendur væri í góðum skinnklæðum, varð bann undir eins geg'n- drepa liæls og hnakka á milli, enda rauk sjórinn jafnan yfir bátinn og stóð alltaf í fang Erlends. Hásetar revndu að and- æfa sem þeir máttu, en eigi að síður veittist Erl. mjög crfilt að halda i streng- inn. Þannig reiddi þeim af lengi dags, en er kvölda tók, varð Erl. mjög máttvana og slitnuðu þá tvö færin í höndum lians, og litlu síðar sagaðist það þriðja í sund- ur. Þótti nú skipverjum mjög uggsamt, þar sem bátinn rak hralt fram í opið baf í náttmyrkri og ofsa roki, og sjálfir fengu þeir ekki ráðið við neitt, nema livað þeir reyndu að halda skipinu i horfinu. Um kvöldið varð Davíð svo fárveikur af sjó- veiki, að hann varð að leggjast fvrir mjög máttvana og rænulitill. Eftir því sem á leið kvöldið og lengra bar til bafs, varð veðrið ofsafengnara og sjógangurinn meiri og ægilegri. Stundum virtist skip- verjum að vindurinn og öldurnar mundu kasta bátnum liátt í loft, og síðan mundi liann lenda á hvolfi einhversstaðar langl 1 burlu, eða að slórsjóirnir, sem ginu vfir liöfðum þeirra, mvndu gleypa skipið með óllu, sem innan borðs var. Skipverjar voru orðnir mjög máttfarnir bæði vegna þrevtu og vosbúðar, og einsætl þótti þeim hvar lenda myndi. Þrátt fyrir það, að Erl. var mjög að- þrengdur, sat hann þó fram í á hléborða og réri, og mælti svo úm við hásela sína, að ei skyldi með öllu á hæl reka, heldur reyna til að sniðskera vind og sjó, meðan þeim treindist líf. Þegar í birtinguna á fimmtudaginn, þann 27. okt., lygndi nokluið, svo að þeir sáu tiJ lands, og að þá hafði rekið svo langt i opið liaf, að öll Slvagalieiði og jjriðj- ungur fjalla virtust gengin í sjó. Þegar leið á morgun, gekk veður noldeuð til út- suðurs, og liöfðu skipverjar þá lmg á að ná Fljótum, sem virlust bera í land- suður frá bátnum. Góða stund gekk þeim líkindum framar, en þegar kom í austur- flóann, — opinn Slvagafjörð, — varð veð- urofsinn aftur landsuðurstæður, og eins óskaplegur og fyrri. Veður þetta stóð fram á Jvvöld og slotaði aldrei svo i, að bátnum miðaði áfram, þótt liásetar réru alltaf sem þcir máttu. Þennan dag var liafrótið mun meira en áður, og tók nú báturinn á sig tvo sjói svo stóra, að eigi mátti í milli sjá livað verða myndi, en um leið og öldurnar riðu undir liann, liallaðist liann svo, að hann lireinsaði sig með öllu. Þegar leið á dag, bar bátinn ekki jafn liratt til liafs fyrir veðrinu og áður, vegna geysilegs austurfalls. Um kvöldið komust þeir svo all nærri landi, að glöggt sást undirlendi, með liáum bökkum að fram- an, en á stjórnborða virtist liásetum vera vík. Glöddust nú skipverjar mjög við þessa landsýn, og þóttust nær vissir um, að ])eim væri borgin landtaka. En liér fauk i öll skjól eins ogáður. Vindurinn stóð ofan af fjöllunum og var svo bvljóttur, að særolcið tók hátt í loft, en Jirothljóð varð viðast í skipinu. Bátinn ralv nú ólt til bafs, svo að land hvarf þeim áður en þeir vissu af. Skipverjum duldist ekki, að vonlítið mundi um landtöku lir því sem komið var, enda var slíkt ekki á- stæðulaust, þar sem bátinn bar liratt í regin baf, i niðamyrkri og foráttubrimi og þar við bættist, að hásetar voru flestir örmagna sökum þreytu, vosbúðar og mat- arleysis. Þetta kvöld lagðist Jón Illuga- son fyrir mjög rænuskertur og máttfar- inn af vesöld og kulda, og um sama leyti grcip Erl. svo gevst kölduflog, að skip- verjum virtist að þá og þegar myndi hann Iiníga dauður niður af þóttunni. Með mikl-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.