Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 13
Æ G I R 71 er á undan gekk, að heiti og hvar þeir væru að landi komnir. Hann kvaðst Hjálmar lieita og vera Finnbogason, en landtöku liefðu þeir fengið í Vík i Flat- eyjardal í Þingeyjarsýslu. Hjálmar veitti nú skipreksmönnum fljóta og góða hjálp. Tók hann Davíð þeg- ar út úr skipinu og siðan Asþór. Var nú skipverjum færð volg mjólk til hressing- ar, en Erl. varaði þá við að drekka mikið, þar eð þeir höfðu verið matarlausir í lang- an tíma. Hjálmar lét nú í flýti senda eftir mönnum að Brettingsstöðum, sem er næsli hær við Vík, lil þess að hjálpa sér að koma skipreksmönnum heiin. Var Asþór hor- inn í brekáni, því svo var af honum dreg- ið, að hann gal livorki hrevft legg né lið. Da\íð og Guðmundur voru studdir, en Jón og Erl. gengu óstuddir, og höfðu þeir þó verið að velkjast í hafróti matarláusir, kaldir og gegndrepa í hálfan fjórða sól- arhring. Undireins og skipverjar voru komnir heim i Vík, voru þeir afklæddir og kom þá greinlega í ljós, að þá liafði stórkalið á fótum og höndum. Hafði skinn víða rifið af þeim, en þó mest af Ás- þóri. Davíð var langmest kalinn á fótum, enda liafði hann legið hreifingarlaus i þrjá sólarhringa. Þegar hásetar liöfðu liátt- að undir sæng, tók þeim fljótt að hlýna, en við það feng'u þeir svo mikla verki í kalsárin, að þeir gátu engan veginn þolað við. Samfleytt í sextán sólarhringa voru þeir svo þjakaðir, að þeir gátu ekki snúið scr við í rúminu, nema með hjálp og varð að vaka yfir þeim hæði nólt og dag. Allur aðhúnaður og lijúkrun var jneð þeim á- gælum, að orð fór af, enda fór það ódult, hvílík ágæliskona Ólöf Bjarnadóttir var, húsmóðirin i Vík. Hjálmar hóndi i Vík lét tvisvar sækja Grím Magnússon lækni, sem þá var handlæknir á Akurevri. Davíð hafði skemmst svo mikið á öðrum fæti, að Grinmr læknir varð að taka af honum allar tær. Meðan hásetar lágu, var lík fé- laga þeirra, Jóns Illugasonar, jarðsett (5. nóv.) í Þönglabakkakirkjugarði af síra Benjamín Jónssyni. Ásþór og Erl. hrest- ust það vel, að eftir sjö vikna dvöl í Vík, gátu þeir lagt af stað heimleiðis. Áður en þeir fóru voru þeir klaííldir og skæddir, og á allan liátl gerðu Þingeying- ar svo Lil þeirra, að sómi þótti að. Lá nú fyrir þeim löng leið og erfið, austan úr Flatevjardal og vestur í Húna- þing. Allsstaðar á leiðinni var ferð þeirra greidd sem hezt mátti, og sluppu þeir heiin rétt fvrir jólin. Hafði Erlendur fyrir löngu verið talinn af, og þótti hann nú úr lielju heimtur. En það er af Guðmundi Jónssyni, Davíð og Jóni Ólafssyni að segja, að þeir urðu að liggja i Vik i örkumlum sínum fram undir vor, en þó Davíð lengst, enda hafði hann sakað mest. Þeir þremenningarnir urðu allir algrónir sára sinna um vorið, og héldu þeir j)á heim til sín, og var þá liðið hálft ár siðan þeir höfðu lagt af stað i róðurinn frá Skaga. Fiskveiðar Færeyinga 1937. Heildarafli Færeyinga á árinu, að frá- dreginui heimaveiðinni, varð 19188 smál., miðað við fullverkaðan fisk. Blað- inu er ekki kunnugt um, livað heimaafl- inn hefir orðið mikill, en árið 1936 varð hann 1186 smál. (miðað við nýjan fisk) og eru þá meðtaldar 5600 tn. af síld og var verðmæti heimaveiðinnar áætlað 300 þús. kr. Alls stunduðu 147 skip fiskveiðar frá Færevjum síðastl. ár, og er það 7 skipum færra en 1936. Skipin skiptast þannig á milli veiðistöðvanna, tölurnar innan sviganna sýna fjölda fyrra árs: Þórs- höfn 37 (10), Ivlakksvík 36 (34), Vesl-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.