Ægir - 01.07.1951, Page 22
170
Æ G I R
Suffanías
Cecilsson,
Grundarfirdi.
Meðalafli hjá aflahæsta bátnum árið áður
var 954 kg meira í róðri. Raskl'iski, svo
sem keila, skata o. s. frv. er ekki talið með
í ofangreindum afla Ólafsvíkurbáta. For-
maður á aflahæsta hátnum er Guðni Sum-
arliðason.
Heildarafli í verstöðinni varð 985 smál.
Af honum var fryst 582 smál., en saltað
403 smál. —. Beita var næg, og var sild
seld á lcr. 2.00—2.30 kg.
HeimildarmaSur: Jón Gíslason, póstafgreiöslu-
maður o. f 1., Ólafsvík.
Grundarfjörður,
Fjórir bátar, 28—44 srnál., voru gerðir
út yfir vertíðina. Er það einum bát fleira
en árið áður. V/b Morgunstjarnan frá
Hafnarfirði var keypt þangað í byrjun ver-
tíðar og heitir nú Páll Þorleifsson.
Verlíð hófst 20. janúar og lauk 24. maí.
Mest voru farnir 86 (70) róðrar og skipt-
ast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 18
(8), febrúar 18 (17), marz 17 (21), april
17 (18), maí 16 (6).
Afli mátti heita ágætur þrátt fyrir erfitt
tíðarfar og óvenjumikið langræði. Meðal-
afli í róðri eftir mánuðum var sem hér
segir: Janúar 3444 kg, febrúar 4500 lcg,
marz 5804 kg, apríl 5194 kg, maí 5 smál.
Meðalafli í róðri yfir vertíðina varð 4871
kg, og er það 504 kg meira en árið áður.
Mestan afla í róðri, 14 smál., fékk v/b Páll
Þorleifsson í marzmánuði.
Vélbáturinn Grundfirðingur var afla-
hæstur, fékk 418 smál. af fiski og 18 þús.
1. af lifur í 86 róðrum. Meðalafli hans í
róðri varð því 4864 kg, og er það 379 kg
meira en aflahæsti báturinn fékk að með-
altali í róðri árið áður.
V/b Grundfirðingur er 38 rúmlestir að
stærð, eign samnefnds hlutafélags, en for-
maður á honum er Soffanías Cecilsson.
Heildaraflinn í Grundarfirði var 1515
srnál., og er það 650 smál. meira en árið
áður. Aflinn var allur hraðfrystur.
Verð á hrognum var kr. 1.50 kg meðan
þau voru fryst, en síðan ein króna.
Heimildarmaður: Elimar Tómasson, skólastjón,
Grafarnesi.
Stykkishólmur.
Þaðan gengu sex bátar, 22—103 rúmb
að stærð. Er það sama bátatala og árið
áður. Bátarnir veiddu allir með línu og var
sá stærsti þeirra í útilegu.
Vertíð hófst um miðjan janúar og lauk
að fullu 25. maí. Tið var erfið til sjósókn-
ar. Mest voru farnir 68 (66) róðrar, og
skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Jan-
úar 8 (0), febrúar 21 (24), marz 11 (17).
apríl 13 (17), maí 15 (8).
Afli var mjög tregur alla vertíðina að
heita mátti. Mestan afla í róðri fékk v/b
Olivette 15. mai, 8670 kg. V/s Ágúst Þór-
Magnús Jónsson,
Stykkisliólmi.
L