Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1951, Page 39

Ægir - 01.07.1951, Page 39
i Æ G I R 187 Richard“ 92 ruml., slœrsta skipið, sem smiðað hefur verið i skipasmiðastöð Marseliusar Bcrnharðssonar. sniiðja. Hús skipasmiðastöðvarinnar eru nni 4460 rúmmetrar. Eins og áður segir hefur í Torfnes- stöðinni einkum verið unnið að viðgerðum skipa. Hafa margir bátar fengið þar ár- lega nauðsynlegar viðgerðir og miklar end- nrbætur, komið oft sem nýir í annað sinn nr Torfnesstöðinni. Þar hefur jafnan ver- 'ð verkstjóri Eggert Lárusson. Hann nam sldpasmíði hjá Bárði Tómassyni, og var siðan hans önnur hönd við stjórn smíða- vinnunnar. Tíðindamaður frá Ægi fór á fund Mar- selíusar, og fékk hjá honum framanritaðar uPplýsingar um skipasmíðar hans. Talið l^arst síðan að hinum innlenda skipasmíða- iðnaði og framtíð hans. >.Já, ríkisvaldið hefur greitt skipasmiða- JÖnaðinum svo þung högg undanfarið“, segir Marselíus, „að við liggur, að ekki verði hægt að halda hér uppi nýbyggingum stærri skipa. Fyrst var það bygging hinna svonefndu Svíþjóðarbáta, sem kom hart niður á þess- ari iðngrein. — Ég er þess fullviss, að inn- lendu skipasmíðastöðvarnar hefðu getað smíðað þessa báta, eða aðra svipaða, og ég vil segja okkur hentugri. Og svo væri vissu- lega rétt að reikna vinnulaunin, sem runn- ið hefðu í vasa innlendra smiða, hvað sem skipasmíðastöðvunum sjálfum líður. í stað þess var svo háð kapphlaup milli umboðs- manna hinna erlendu skipasmíðastöðva, um byggingu skipa þessara. Málalokin eru öllum kunn. Ég gerði tilboð í smíði á varðbátnum „Mariu Júliu“. Ég taldi, að tilboð mitt hefði þá sízt verið hærra en hinnar dönsku skipasmíðastöðvar", segir Marselíus, „en ekki fékk það náð hjá þeim, sem úrslitum réðu um smíði skipsins".

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.