Ægir - 01.07.1951, Qupperneq 40
188
Æ G I R
Nú mun gengislækkunin liafa gert þarna
nokkurt strik í reikninginn (hafi kostnað-
arverð Mariu ekki verið greitt í dönskum
peningum áður en ísl. krónan var felld í
í verði) og væri fróðlegt að vita, hversu
margar isl. krónur eru komnar i „Maríu
Júlíu“ nú.
Ég hef líka heyrt, að frágangur á smíði
skips þessa sé ekki til neinnar fyrirmynd-
ar. Að minnsta kosti hefur „Maria Júlía“
þurft talsverðrar lagfæringar við.
„Ég tel, þrátt fyrir allt“, segir Marselíus,
„að skipasmíðaiðnaðurinn íslenzki geti á-
vallt keppt við liinar erlendu skipasmíða-
stöðvar, og því sé skylt að styðja í verki
hinar íslenzku skipasmíðastöðvar.“
Eitlhvað á þessa leið fórust Marselíusi
orð um skipasmíðaiðnaðinn.
Um sjálfan sig og verk sin vildi Mar-
selius sem minnst tala. Eru þau þó viður-
kenningarverð. Það má teljast þrekvirki
ekki lítið, að koma á fót og reka með dugn-
aði slíkt fyrirtæki sem skipasmíðastöð M.
Bernharðssonar h.f. er. Og menn geta líka
sagt sér sjálfum, hversu miklu varðar fyrir
hæ með fábreytta atvinnumöguleika, eins
og ísafjörð, hvort 35—40 menn hafi þar
stanzlausa atvinnu við skipasmíðar, eða að
einungis 5—6 menn séu þar að verki.
Fjóráungsþing fiskideilda Vestfjaráa
verður haldið á ísafirði dagana
21.—22. október næstkomandi. Á
þinginu verða eftirtalin mál tekin
fyrir:
1. Reikningar fjórðungssam-
bandsins.
2. Landhelgisgæzlan.
3. Fræðslumál sjómanna.
4. Slysatryggingar og sjó-
mannatryggingin.
5. Vitamál.
6. Smærri hafnabætur.
7. Fjárhagsáætlun sambands-
ins.
8. Kosning fjórðungsstjórnar.
9. Önnur mál.
ísafirði, 8. sept. 1951.
F jórðungsstjórnin.
Skipabraut
ísafjarðar 1923.