Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Síða 46

Ægir - 01.07.1951, Síða 46
194 Æ G I R Sameignarfyrirtæki Vélbátaútgerð á ísafirði hefur nú um allmörg ár verið aðallega rekin af félög- um, sem eiga fleiri eða færri vélbáta. Stærst þessara útgerðarfélaga og elzt er Sam- vinnufélag ísfirðinga, stofnað 1929. Hin félögin, sem nú starfa, eru: Njörður h.f., Muninn h.f., Skutull h.f., Mar h.f. og ís- firðingur h.f. (útgerðarfélag botnvörpungs- ins ísborg). Þessi útgerðarfélög og fleiri standa að stofnun samvinnufyrirtækja í þágu ís- fizkrar útgerðar og hafa sem meðlimir í útvegsmannafélagi Isfirðinga beitt sér fvrir framkvæmdum. Þar sem tímaritið Ægir hefur áður skýrt frá samvinnufyrirtækjum útgerðarmanna i Keflavík og í Vestmannaeyjum er því að sjálfsögðu ljúft að flytja fáorða frásögn af samvinnufyrirtækjum útgerðarmanna á ísafirði. Mestur hluti Lófótaflans veiddist í herpi- nót, eða 58.1%, og þó var veiði með þorska- nót ekki stunduð nema í sjö vikur, en vertíðin stóð yfir i tólf vikur. I þorskanet aflaðist 19% af heildaraflanum, 11.6% á línu og 11.3% á handfæri. — Mest aflaðist í þorskanót í einum róðri 65 smál., en mesti afli á bát yfir vertíðina, með slíkt veiðar- færi, var 385 smál., en minnstur 24 smál. Yfirleitt var veiði mjög misjöfn, og gilti cinu með hvaða veiðarfæri aflað var. Jafn- beztur var aflinn hjá netjabátunum, og er afkoma þeirra talin liafa verið góð. Veiði á línu var hins vegar léleg, og fiskuðu að- oins fáir bátar í þeim flokki fyrir tilkostn- aði. Afkoma þeirra, er voru á stórum bát- um við handfæraveiðar, var léleg, en hins vegar góð hjá þeim, er voru á minnstu bátunum. Fjölmargir, sem stunduðu liand- færaveiðar á litlum fleytum, fengu til hlut- ar brúttó 11.425—13.710 krónur. — í grein þessari er alls staðar miðað við ísl. krónur. á Isafirði. Er þess þá fyrst að geta, að þær frani- kvæmdir falla að mestu leyti á undanfarin fjögur ár, sem hafa verið ísfirzku vélbáta- útgerðinni mjög þung í skauti sökum afla- brests á sildveiðum og lélegrar þorskveiði. Það hefur því verið mikil þrekraun að koma þessum myndarlegu fyrirtækjum á fót, og staðfestir það fornkveðna, að ef menn halda vel saman og lijálpast að eru flestir vegir færir. Vélsmiájan Þór h.f. Það fyrirtæki ísfirzkrar vélbátaútgerðar er stofnað 13. júní 1942, og lögðu öll ís- firzk útgerðarfélög og tveir einstakir út- gerðarinenn fram fé til þess, svo og út- gerðarfélög og einstaklingar í nágrenni ísa- ijarðar. Félagið hóf starfsemi sína með því að kaupa vélsmiðjuna Þór, sem rekin hafði verið hér á Isafirði langa hrið. Var fyrst starfað i hinum gömlu húsakynnum vélsmiðjunnar, en vélakostur strax aukinn mjög verulega. Árið 1946 var hafist handa uni nýja byggingu fyrir vélsmiðjuna, sem verða mætti til frambúðar, og munu allir kunn- ugir sammála um, að það hafi verið gert svo myndarlega, að bygging þessi verði um langan aldur nægileg fyrir vélsmiði, járn- steypu, plötusmíði, bifreiðaviðgerðir o fh Nýja vélsmiðjan er: Aðalhús 74 metrar á lengd og breidd 14 metrar. Vegghæð 4 m og ris. Loft í byggingunni er svo traust, að byggja má þar aðra hæð ofan á ef vill- Yfir miðju aðalhúss er önnur hæð fyrir skrifstofur og fleira. Stærð hennar er 14X 14 metrar. Við austurhlið vélsmiðjunnar er útbygging fyrir bifreiðaverkstæði, 19X 9 metrar að stærð. Hæð 4 metrar. Byggingar þessar voru fullgerðar í árs- byrjun 1949, og var vélsmiðjan flutt þang- að um mitt sumar 1949. Byggingin er öll úr steinsteypu og hin vandaðasta. Yfirsmið- ur var Ragnar Bárðarson byggingameist- ari á ísafirði, en eftirlitsmaður við bygg- útgerðarfélaga

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.