Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 49

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 49
Æ G I R 197 Stjórn Olíusamlagsins skipa: Arngrimur Fr. Bjarnason, Kjartan J. Jóhannsson og Rirgir Finnsson. Isfirzk útgerðarfélög og útgerðarmenn hafa fullan hug á því að gera samvinnu &ína víðtækari og öflugri. Ætlun þeirra var að stofna og starfrækja fiskiðjusamlag, er hafa skyldi með höndum margvíslega og sem fullkomnasta hagnýtingu aflans. Bæj- arstjórn ísafjarðar ákvað að verða þátt- takandi í þessu fyrirtæki, sem ætlaður hef- ur verið staður á nýju hafnaruppfylling- unni í Neðstakaupstað. Framkvæmdir þess- ar strönduðu á því, ekki fékkst nægilegt fjármagn til þeirra. En þær verða vafalaust teknar upp aftur í sama eða breyttu formi strax og ástæður leyfa. Með hafnarumbótum þeiin, sem nú eru langt á veg komnar, hefur ísafjörður feng- ið ágæta aðstöðu til þess að geta tekið á uióti afla af skipum þeim, sem veiðar stunda úti fyrir Vestfjörðum norðanvert. Rlómaskeið ísafjarðar byggðist á útgerð og saltfiskverkun, og hið nýja blómaskeið höfuðstaðar Vestfjarða verður einnig að kyggjast á útgerð og l'iskvinnslu og fisk- verkun eins og nútíminn heimtar. ísfirð- mgar eiga myndarlegan vélbátaflota og einn togara, Isborg, og vinna nú að því að fá einn af nýjustu togurunum. Það er því brýn nauðsyn fyrir fiskveiði- flotann heima fyrir að fá sem fyrst að- stöðu til þess að gera afla sinn sem verð- uiætastan, þetta er líka sameiginleg nauð- syn fyrir íslenzk fiskiskip, stærri og sniærri, sem veiðar stunda út af ísafjarð- ardjúpi og þar í grennd. Þegar slík aðstaða er fengin, mun ísafjörður verða blómlegur bær á ný og gegna sinu þýðingarmikla hlutverki með því að flytja mikla björg í hjóðarbúið. Arngr. Fr. Bjarnason. Skip í smíáum í janúar 1951. Eftirfarandi tafla sýnir, hve mörg j og hve stór skip voru í smíðum í janúar 1951. Enn fremur sýnir taflan, hve stóran hundr- aðshluta af heildinni hvert land smíðar. Skip, sem minni eru en 1000 rúmlestir, eru ekki talin með og að sjálfsögðu engin skip, sem ætluð eru til hernaðar. Það helzta, sem séð verður af þessu, er að Svíar færast 1 aukana með skipasmiði og mest af rúmlestatölunni er smiðað i einum bæ, það er i Gautaborg. Norðmenn virðast nú smíða meira af skipum en áður, þó er þetta ekki nema lítill hluti af lesta- töluaukningu þeirra, hitt er smíðað liingað og þangað. Svo eru Danir og Hollendingar, sem hvorki hafa innlenda orku né hráefni, en smíða þó mikið af skipum miðað við fólks- fjölda landanna. Bæði löndin eru þó akur- yrkjulönd. Japanir smíða mikið af skipum, enda kemst enginn keppinautur þeirra nálægt þeim, hvað lágt verðlag snertir. Bretar standa í stað, en hafa þó áður komizt upp í það að smíða helming þeirra skipa, sem framleidd voru. Fjöldi Rúmlestatala % Bretland . .. . . 365 3 271 572. 41.4 Svíþjóð . 129 1 043 180 13.2 Japan 72 449 542 5.7 Holland 54 448 007 5.7 Þýzkaland . 115 445 274 5.6 Frakkland .. 68 424 970 5.4 Bandaríkin .. 29 406 070 5.1 Ítalía 43 381 238 4.8 Noregur 60 327 841 4.1 Danmörk . . . 47 289 832 3.7 Kanada 11 115 870 1.5 Belgía 20 114 340 1.4 Spánn . 25 112 402 1.4 Ástralia 14 54 290 0.7 Finnland .... 5 8 750 0.2 írland 1 1 300 0.1 Samtals 1 058 7 894 478 100.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.