Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 32
26 Æ G I R Utgerð og aflabrögð. Vestfirðingafjórðungur. Patreksfíörður. Einn vélbátur fór tvær sjóferðir í lok mánaðarins og aflaði sára- Jítið. Tveir bátar í viðbót voru þá að búast á veiðar. Bildudalur. Tveir bátar, 22 og 11 rúm- lesta, byrjuðu veiðar um miðjan mánuð inn. Annar þeirra féklt 18 smál. í 5 sjóferð- um, en sá minni 12 smál. í 4 róðrum. Bát- arnir sóttu alllangt út fyrir Arnarfjarðar- mynni og lentu í miklum straum, svo að minna varð úr sjósókn en ella hefði orðið. Þingeyri. Tveir bátar byrjuðu veiðar um 10. janúar. Annar þeirra (Sæhrímnir) hef- ur verið í útilegu að mestu, en hinn stund- aði landróðra. Afli var rýr, 2—4 smál. í róðri. Flateyri. Aðeins einn 15 rúml. bátur var á veiðum þaðan í janúar. Hann fór 8 róðra og aflaði um 30 smál. Mest fékk hann 4V2 smál. í róðri. — Einn bátur frá Flateyri stundar veiðar í Faxaflóa í vetur og fór hann suður síðast í janúar. Bolungarvik. Tveir bátar, Einar Hálfdáns og Flosi voru á línuveiðum allan máuðinn, en hinn þriðji, Bangsi, fórst um miðjan mánuðinn. Aulc þess var einn fimm rúml. bátur á línuveiðum. V/b Víkingur byrjaði togveiðar 12. janúar. Afli tveggja fyi'st- nefndu bátanna var mjög góður. Annar þeirra fékk 93 smál., en hinn 91, hvorir tveggja í 23 sjóferðum. Framan af mánuð- inum, meðan stormasamt var, reru Bol- víkingar og Hnífsdælir í Djúpið og öfluðu þar vel um tíma, en sóttu síðan á dýpri mið. Togbáturinn gat lítið aðhafst og fékk aðeins 14 smál. Hnífsdalur. Þar voru þrír bátar að veið- um. Afli var góður og sjór kappsamlega sóttur. Aflahæsti báturinn, Páll Pálsson, fór 23 sjóferðir og aflaði 73 smál. Hinir bátarnir voru með allt að því eins mikinn afla. Mesta veiði í róðri var 6700 kg. ísafíörður. Lengstum voru 3—4 stórir bátar að veiðum í mánuðinum auk tveggja báta 7 til 8 lesta. Um mánaðamótin voru stærri bátarnir orðnir fimm. Auk þess var einn þeirra, Ásúlfur, farinn suður til veiða. V/b Ásbjörn var aflahæstur með 60% smál. í 13 róðrum. Næstur var Sæbjörn með 56% smál. í 16 sjóferðum. Mestur afli í róðri var 8 smál. Vert er að geta þess, að einn smá- bátur, Una, eigandi og formaður Bæring Þorbjörnsson, stundar fisltveiðar árið um kring að heita má og ávallt einn. í janúar fór Bæring 7 sjóferðir og einn að vanda. Eitt sinn fékk hann 1000 kg í róðri. Súðavík. Tveir bátar voru að veiðum í mánuðinum. Afli var rýr, enda ávallt róið í Djúpið. Annar báturinn fékk 36 smál. í 14 róðrum, en hinir 32 smál. í 13 róðrum. Stgkkshólmur. Þaðan reru 4 bátar, er allir veiddu með línu. Tveir bátanna voru í útlegu. Afli var mjög tregur, einkum hjá landróðabátunum. Grundarfíörður. Þaðan róa 4 bátar, er allir stunda landróðra með línu. AIls fóru bátarnir 48 róðra og öfluðu 198 685 kg af fiski, eða 4139 kg að meðaltali í róðri Far- sæll varð aflahæstur með tæpar 60 smál. í 12 róðrum. Ólafsvík. Sex bátar eru gerðir út þaðan í vetur og hófu flestir þeirra veiðar þegar í byrjun janúar. Afli var tregur. V/b Fróði var aflhæstur, fékk 75 smál. í 20 róðrum. Hjallasandur. Þar var lítið um útgerð í janúar. Einungis einn þiljubátur og tveir trillubátar reru nokkurn hluta mánaðarins. Afli var tregur. Undir mánaðarmótin var búizt við, að tveir þiljubátar bættust við. Sunnlendingafjórðungur. Akranes. Þar hófu nokkrir bátar róðra þegar í byrjun janúar. 1 lok mánaðarins stunduðu 17 bátar róðra, en einn bátur, Valur, 64 rúml., fórst 5. jan. með 6 mönn- um. Allir þessir bátar stunduðu landróðra nema tveir, sem eru i útilegu. Bátarnir veiða allir með línu. — Aflamagn allra bát- anna í mánuðinum var 561.6 smál. í 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.