Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 52
46
Æ G I R
„Ægir“,
mánaðarrit Fiskifélags Islands, flytur margs
konar fróðleik um útgerð og siglingar ásamt
fjölda mynda. — Argangurinn er um 300 bls.
og kostar kr. 25.00. — Gjalddagi er 1. júli.
Afgreiðslusími er 80500. — Pósthólf 81.
Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson.
Prentað í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.
Heimildargrein fjárlaganna.
í 22. gr. fjárlaga fyrir árið 1952 er ríkis-
stjórninni m. a. veitt heimild:
Að verja í samráði við vitamálastjóra fé
til að ljúka viðgcrð á brimbrjótnum í Bol-
ungarvík vegna skemmda, er urðu á mann-
virkinu 10. dcs. 1950.
Að greiða bafnarsjóði Húsavíkur vegna
sainnings við Síldarverksmiðjur ríkisins
allt að 240 þús. kr.
Að greiða að fullu kostnað við viðgerðir
skemmda, sem urðu á hafnargarðinum i
Dalvík haustið 1950.
Að ábyrgjast allt að 2 milljónum króna
til að fullgera hraðfrystihús, sem hefur ver-
ið ætlað stofnlán úr stofnlánadeild sjávar-
útvegsins, en ekki hafa fengið þessi lán
vegna fjárskorts stofnlánadeildarinnar.
Að ábyrgjast lán, allt að 1.6 millj. kr.,
fyrir fiskiðjuver ríkisins.
Að ábyrgjast lán, allt að sex milljónum
króna, til byggingar hraðfrystihúsa og
fiskmjölsverksmiðja.
Að ábyrgjast fyrir h/f Skipanaust vegna
dráttarbrautar og skipasmíðastöðvur allt
að 6 millj. króna lán.
Að gefa eftir að einhverju leyti aðstoðar-
lán úr ríkissjóði, sem veitt voru á árunum
1945—1949 til síldarútvegsmanna, er ekki
hafa notið eftirgjafar samkvæmt lögum nr.
120 1950.
Að endurgreiða og gefa eftir aðflutnings-
gjöld af fiskiskipum, innfluttum eftir síð-
ustu styrjöld.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjur.
í Hornafirði hefur verið reist fiskmjöls-
verksmiðja, sem er eign „Fiskiðjan h/f“,
en að því félagi standa hreppurinn, Kaup-
félag Austur-Skaftfellinga og ýmsir ein-
staklingar. Verksmiðja félagsins tók til
starfa í janúar. í ráði er, að félag þetta konú
einnig upp hraðfrystihúsi.
Fisk- og beinamjölsverksmiðjan á Eski-
firði hefur verið stækkuð mikið og endur-
hætt, svo að hún getur nú unnið úr síld og
karfa. Vélar verksmiðjunnar voru reynd-
ar um miðjan febrúar.
Kaupfélagið á Fáskrúðsfirði hefur látið
reisa nýja síldar- og fiskmjölsverksmiðju,
sem það mun starfrækja í sambandi við
frystihús sitt. Byrjað var á verksmiðjunni
í júnímánuði síðastl. sumar, en verk-
smiðjuhúsið er 35X11-5 m að flatarmáli.
Geymsluþrær rúma um 450 smál. Gert er
ráð fyrir, að verksmiðjan geti unnið úr
40 smál. á sólarhring af karfa og öðru slíku
hráefni, en 600—900 málum af síld. FuII-
búin mun verksmiðjan kosta 1.5—2 millj-
ónir lcróna. Verksmiðjan hóf að vinna fisk-
úrgang um miðjan febrúar.
Hraðfrystihús Grundarfjarðar byrjaði að
láta reisa fiskmjölsverksmiðju síðastl.
haust og er gert ráð fyrir, að hún geti
tekið til starfa seint í marzmánuði. Þessi
verksmiðja getur ekki unnið úr feitfiski.
Loks er þess að geta, að Þingeyringar
hafa komið upp myndarlegri feitfiskverk-
smiðju í sambandi við hina nýju togaraút-
gerð sína.
Að endurgreiða hafnarsjóði Þorláks-
hafnar kostnað af lagningu Þorlákshafnar-
vegar, kr. 262 851.81, á næstu þremur ár-
um með jöfnum afborgunum.