Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 23
Æ G I R 17 farin ár verið athugað náið hvar og hvern- ig yrðu gerð háfnarmannvirki, er gögnuðu Söndurum. Verkfræðingum, sem athugað hafa stæðhætti á þessum slóðum, ber sam- an um, að eigi komi til greina nema einn staður og hann hafi meira til síns ágætis en flestir aðrir, þar sem hafnarmannvirki hafi verið gerð hérlendis. Þessi staður er Rif. Áður er að því vikið, að í Rifi var mikil veiðistöð fyrrum, en jafnframt var þar ein helzta verzlunarhöfn landsins í margar aldir. Má til gamans geta þess, að hún var vegna fiskafurða talin ein bezta og arð- gæfasta höfn landsins og fyrir hana var greidd hærri leiga en nokkra aðra höfn hér á landi. Kaupförin lentu í svonefndum Rifsós, en þegar áin Hólmkela breytti um stefnu, grynnkaði ósinn svo vegna fram- hurðar, að sigling á þessa höfn lagðist niður og Ólafsvík kom til skjalanna sem verzlunarstaður. Síðan Rif lagðist niður sem verzlunar- höfn hefur Hólmkela borið fram mikinn sand og vikur úr jöklinum og ósinn minnk- að og grynnkað. En með þeim áhöldum, sem íslendingar ráða nú yfir, er auðvelt að stækka hann og dýpka. Að ýmsu öðru leyti eru aðstæður þannig frá náttúrunnar hendi, að tiltölulega ódýrt er að gera þarna höfn. Garður sá, sem hlíft getur höfninni fyrir hafáttarsjó yrði allur gerður á svo- nefndu Rifi og er þvi undirstaða hans til. Um nokkur ár hefur verið um það rætt að leysa hafnarvandkvæðin á útnesinu með þvi að gera höfn í Rifi. Svo skanmit er ttiilli Rifs og Hjallasands, að ekki er tor- veldara með flutning á milli þessara staða en t. d. Reykjavíkurhafnar og Kirkjusands. Vegalengdin til Ólafsvíkur er heldur ekki Það mikil, að hún komi í veg fyrir það, að sá staður geti einnig notað Rifshöfn. Hins Vegar er mikill farartálmi á þeirri leið, þar sem er Ólafsvíkurenni, er gengur þverhnipt 1 sjó fram. Að dómi verkfræðinga er vegur framan í Enninu vel gerlegur, en sjálfsagt yi'ði sú vegagerð nokkuð kostnaðarsöm. Af þeim sökum mætti því vel fara svo, að Óls- arar hefðu ekki jafnskjótt gagn af Rifshöfn sem Sandarar. Það er því ekki óeðlilgt, að Ólafsvíkurhöfn yrði löguð til bráðabirgða svo að viðráðanlegra yrði en nú er að gera þaðan út hæfilega stóra fiskibáta. Af hafnarhugmynd í Rifi er það að segja, að á Alþingi 1950 voru samþykkt lög um landshöfn á þeim stað, og á sama þingi var samþ. V2 milljón kr. fjárveiting til þeirrar hafnar. Á fjárlögum fyrir þetta ár er jafn- há upphæð lil Rifshafnar. Samkvæmt upplýsingum Emils Jónsson- ar vitamálastjóra er áætlað, að fyrsti áfangi Rifshafnar kosti 5% milljón krónur. Á lcorti því, sem hér er birt, má sjá, hvernig höfnin lítur út, eftir að lokið hefur verið við hann. Norðurgarður, sá er gerður verð- ur á Rifinu, er 800 m langur, en suður- garður 200 m. Dýpi í höfninni verður sama og í Reykjavíkurhöfn. Við stærri hafnar- bakkann geta skip Eimskipafélagsins lagzt. Dýpkun þessa hluta hafnarinnar er áælluð kosta eina milljón krónur, en hafnarbakk- inn með viðleguplássi röskar tvær millj- ónir. Þá er og innifalið í þessari 5% milljón kr. áætlun vatnsveita fyrir 200 þús. kr. og verbúð fyrir 300 þús. kr. Ánni Hólmkelu hefur nýlega verið veitt í nýjan farveg og rennur nú til sjávar í gegnum innanverðan Harðakamb. Sú fjárhæð, sem til ráðstöfunar var sið- astl. ár, var öll notuð. Unnið var að vega- gerð, komið upp íbúðarbragga og lokið við 100 m af norðurgarði. Talið er, að áður en fiskibátar geti farið að hafa not af Rifshöfn, þurfi að vinna þar fyrir 3 millj. kr. Liggur til þess sú ástæða, að dýpkun hafnarinnar getur ekki farið fram fyrr en hafnargarðarnir eru full- gerðir. Það er því ljóst, að ef framlög til hafnarinnar verða næstu ár látin haldast í því horfi scm nú er, að mikill dráttur verð- ur á, að hún geti orðið nothæf. Þegar það er haft í huga, að samhljóða álit fagmanna hnigur að því, að þarna sé hægt að gera góða höfn og ódýra, að inikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.