Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 19
Æ G I R 13 Þeir eru vafalaust sárafáir, sem í rösk- an aldarfjórðung hafa stundað störf á borð við Arnór Guðmundsson, er eins oft hafa mætt til vinnu á tilsettum tíma og eins sjaldan kvatt skrifborð sitt jafn- snemma og venja og regla gera ráð fyrir. Og engan þekki ég, sem jafnoft hefur snætt miðdegisverð á vinnustað og jafnfárra sumarleyfisdaga notið í fjórðung aldar. — En í þessu er þó ágætiseinkunn Arnórs ekki fólgin nema að nokkru leyti, því að hann hefur jafnframt aflað sér mikillar og öruggrar þekkingar á sínu starfssviði og samhæft hana verkhyggni. Fum tíðar- andans hefur aldrei náð tökum á honum, því að maðurinn er leikinn í að flýta sér með gát. Þegar Jón gamli á Bægisá dvaldist á æskuslóðum Arnórs, spáði hann því um breiðfirzkan formann, að hann mundi lifa og deyja í fiski. Þótt Arnór hafi á vissan hátt lifað í fiski, fer því víðs fjærri, að hann hafi sokkið i kösina. Sálin í Arnóri er bóndaltyns og ber það aðalsbragð enn óskorað. Hann á ýmis dundurefni, þau eru honum hvíldargjafi og tilhreytingarmeðöl frá skýrslum um fisk og síld, reikningum og bókhaldi. Hann les mikið, meltir vel og man. Honum þykir vænt um bækur, á safn gott og i einni grein sennilega betra en flestir aðrir. Hann telur ekki eftir sér að leggja nokkuð á sig til þess að varðveita anda Magnúsar langafa síns rímnaskálds á Laugum. Eins og hann leggur óbrigðula alúð við höfuðstarf sitt, lætur hann sama gegna um dundurefnin. Ég held að Arnór kunni ekki að kasta hendi til eins né neins. Nýlega las ég, að franskir rithandarsér- fræðingar væru að ráða Iyndiseinkunnir Elisabetar Englandsdrottningar. Mér flaug í hug, að rithöndin hans Arnórs ætti að vera komin undir þeirra smásjá, svo ítur- fögur, drátthrein og þróttmikil sem hún er. Ég þykist vita, að Arnóri muni finnast loftunga mín orðin yfrið löng, en hann má Þá vita það, að hún hefði ekki orðið Hvalveiáar Islendinga árið 1951. Hlutafélagið Hvalur hefur nú stundað hvalveiðar frá bækistöð sinni í Hvalfirði í fjögur sumur. Vertíðin síðastl. sumar stóð yfir að heita mátti jafnlangan tíma og árið áður eða frá 1. júni til 30. sept. Fjórir bátar stunduðu veiðarnar eða jafnmargir og næsta ár á undan. Sú breyting varð nú á áhöfnum skipanna, að Agnar Guðmundsson tók við skipstjórn á Hval II og var jafnframt skytta. Þorsteinn Þórðarson varð skipstjóri á Hval IV, en skytta Kristján Þorláksson. Á hinum bátunum voru norskir skipstjór- ar, skyttur og stýrimenn. Alls veiddust 339 hvalir og var það 74 hvölum fleiri en árið 1950. Það sem eink- um studdi að því, að veiðin varð meiri eða þessu sinni var einmuna veðurfar í júní og júlí. Veiðisvæðið var svipað og verið hefur, eða djúpt út af Snæfellsnesi og suður og austur með landi að Dyrhólaey. Að þessu sinn varð að sækja hvalinn lengra á haf út en undanfarin sumur. Stærð hvalanna var svipuð og verið liefur, að því undanskildu, styttri í öðrum, er nokkur kennsl ber á hann. Við, sem vinnum hjá Fiskifélagi íslands, erum flest mikið yngri að árum en Arnór, en til þess finnum við lítt. Ég hygg, að allir njóti vistargleði i samstarfi við hann, þreifi á því, að hann er ráðhollur og raun- góður félagi, er kann því betur að taka stein úr götu en koma honum í hana. Það er eitt af gamanmálum Arnórs, að minnast þeirrar frásagnar Jóns Indiafara, þegar fallbyssurnar á skipi hans voru hlaðnar. Hann segir því stundum í okkar hóp, að það geti verið sterkur leikur „að setja fir upp á stykkið“. Ekki má minna vera, en ég óski Arnóri þess, að honum og hans vegni ætíð sem bezt, livernig sem kanónuskip okkar jarðarbúa kann að velkjast á sollnu veraldarhafi. L. Ií.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.