Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 8
2 Æ G I R „Hér liggur ])jóð, sem alltaf var að bíða eftir því, Jivort nokkuð yrði úr sér.“ Sveinn sonur hans átti ómældan þátt í því, að þjóðin varð ekki að þeim stranda- glóp, sem flaug að Birni að gera henni á fætur. Sveinn átti einnig manna mestan þátt í að gera hugmynd föður síns og bar- áttumál — stofnun innlends gufuskipafé- lags — að veruleika. Stofnun Eimskipafé- lags Íslands er merkilegur og mikilvægur viðburður i sögu eyþjóðar fjarri öðrum löndum. Sú trú, sem vakin var á mátt þess framtaks, er stofnun Eimskipafélagsins fól i sér, var mikil og almenn með þjóðinni Hún var töfruð fram af þeim mönnum, sem trúðu því óhvikult, að íslendingar gætu staðið eigin fótum stjórnarfars- og efna- lega. — Þótt einkum leggi ljóma á minn- ingu Sveins Björnssonar sem sendiherra og þjóðliöfðingja, mun barátta hans fyrir stofnun Eimskipafélags íslands ekki gleymast. Sveinn Björnsson átti mikinn hlut að því, að Sjóvátryggingarfélag íslands var komið á fót. Þegar litið er á þá framkvæmd með hliðsjón af þróunarsögu útvegsins, dylst ckki hin mikilvæga þýðing þess. Hún var einn þáttur í þeirri viðleitni að gera þjóðina efnalega sjálfstæða. Sveinn forseti skildi vel og kunni að meta þá „utanríkisþjónustu“, sem íslenzkir sjó- nienn gegna á alþjóðaleiðum. Þegar hið vegalega hús sjómannaskólans var vígt, vék hann að þeirri þjónustu og þýðingu hennar. Þá er Fiskifélag íslands var stofnað, gerðist Sveinn Björnsson skjótt ævifélagi þess. Meðan hann var sendiherra í Dan- mörku, sinnti hann margvíslegri fyrir- greiðslu fyrir félagið. íslenzk þjóð harmar öll Svein Björnsson, fyrsta þjóðhöfðingja sinn. Hún kunni vel að meta störf hans. Það sýndi hið ódeilda traust, er hún bar til hans með því að standa óskipt um forsetakjör hans. Haagdómurinn í landhelgisdeilunni. Eins og vikið var að í síðasta blaði, var þá búizt við, að úrskurður alþjóðadóm- stólsins í Haag í landhelgisdeilu Norð- manna og Breta mundi falla mjög bráðlega. Þann 18. des. féll dómurinn, og varð hann Norðmönnum alfarið í vil. Dómsniðurstað- an var þannig: 1. Með 10 atkvæðum gegn 2 samþykkti dómstóllinn, að hin konunglega tilskipun Norðmanna frá 12. júlí 1935 um fjögurra sjómílna landhelgi utan við yztu annes væri í engu ósamræmi við alþjóðalög og rétt. — Fulltrúar Breta og Kanadamanna greiddu einir atkvæði á móti. 2. Með 8 atkvæðum gegn 4 samþykkti dómstóllinn, að allar landhelgisákvarðanir, sem Norðmenn hefðu gert síðar og miðað við tilskipunina frá 1935 væru í fullu sam- ræmi við alþjóðarétt. Ríkisstjórn íslands sendi Gissur Berg- steinsson hæstaréttardómara og Hans G. Andersen þjóðréttarfræðing til Haag til þess að fylgjast með málflutningi í dómn- um og kynna sér sem bezt öll málsatvik. Ekki er þess kostur, að vikja hér að máls- forsendum. Þess má geta, að úrskurður dómsins hefur mikið verið ræddur í norsk- um, brezkum og sænsltum blöðum. Hér a landi hefur dómsúrskurðinum verið fagn- að, enda miklar vonir bundnar við, að hann létti undir í landhelgisbaráttu okkar. Enn hefur ekkert verið látið uppi um það, hvað islenzk stjórnarvöld ætlast fyrir í landhelg- ismálinu, en hins vegar almælt, að ákvarð- ana þeirra sé að vænta mjög bráðlega. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.