Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 26
20 Æ G I R Sigurdur Jónsson. Guðmundur Hansson. Sveinn Traustason. Ingimundur Traustason. Sœvar Sigurjónsson. v/b Val. Hann var 66 rúml. með 180 ha. vél, smíðaður í Svíþjóð 1944, en keyptur til Akraness 1946. í fyrrnefndu óveðri slitnaði togarinn Faxi upp af legunni í Hafnarfirði. Fréttist ekkert af honum fyrr en menn urðu þess varir, að hann var strandaður undan Þur- stöðum í Borgarfirði. Þykir slíkt með ein- dæmum, að mannlaust skip skuli reka jafn óhreina leið og hér er um að ræða án þess að bera á sker eða steyta á grynningu. Faxa var náð út nokkru síðar, og liggur hann nú bundinn í Reykjavíkurhöfn. Er ekki að sjá á honum neinar verulegar skemmdir. Vélskipið Eldborg í Borgarnesi slitnaði frá bryggjunni þar og rak upp á leiruna fram undan mjólkursamlagshúsinu. Reynd- ist það óskenunt og tókst að ná því á flot nokkru síðar. Togarinn Helgafell (áður Surprise) slitnaði upp inni á Eiðsvík við Reykjavík og rak upp i Geldinganes. Á höfninni á Raufarhöfn sökk vélbátur- inn Friðþjófur. Þrjá þiljubáta rak á land af höfninni í Þórshöfn og brotnuðu þeir allir meira eða minna. Auk þess sukku þar á höfninni þrír opnir vélbátar. Vélbáturinn Bangsi ferst. Þriðjudaginn 15. janúar gerði aftaka- veður fyrir Vestfjörðum. V/b Bangsi frá Bolungarvík hafði lagt línu sína norð- austur af Kögri í allsæmilegu veðri. Undir morgun missti báturinn annað skrúfublað sitt og gat því litið hreyft sig nema með segli. Komst hann á þann hátt fyrir Straumnes. Björgunarskipið María Júha var þá um þriggja stunda ferð frá Bangsa, en við það höfðu skipsmenn samband. Ur því fór veður versnandi, og var komið fár- viðri með snjókomu, þegar björgunarskip- ið nálgaðist Bangsa um hálfníu leytið um kvöldið, en þá var báturinn staddur um sjo mílur norður af Rit. í sömu svifum og skip- verjar á Bangsa bjuggu sig undir að koma dráttartaug yfir í Maríu Júlíu, reið brot- sjór yfir bátinn og færði hann í kaf. Við þetta brotnaði báturinn ofan þilja og les^' arhleri og lúgur sprungu. Tvo skipverja tók út og náðust ekki aftur, en báturinn maraði í hálfu kafi ljóslaus. Eftir nokkurn tíma tókst vélstjóra á Bangsa að bregða upp Ijósi, svo að Maríumenn gátu eygt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.