Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1952, Qupperneq 26

Ægir - 01.01.1952, Qupperneq 26
20 Æ G I R Sigurdur Jónsson. Guðmundur Hansson. Sveinn Traustason. Ingimundur Traustason. Sœvar Sigurjónsson. v/b Val. Hann var 66 rúml. með 180 ha. vél, smíðaður í Svíþjóð 1944, en keyptur til Akraness 1946. í fyrrnefndu óveðri slitnaði togarinn Faxi upp af legunni í Hafnarfirði. Fréttist ekkert af honum fyrr en menn urðu þess varir, að hann var strandaður undan Þur- stöðum í Borgarfirði. Þykir slíkt með ein- dæmum, að mannlaust skip skuli reka jafn óhreina leið og hér er um að ræða án þess að bera á sker eða steyta á grynningu. Faxa var náð út nokkru síðar, og liggur hann nú bundinn í Reykjavíkurhöfn. Er ekki að sjá á honum neinar verulegar skemmdir. Vélskipið Eldborg í Borgarnesi slitnaði frá bryggjunni þar og rak upp á leiruna fram undan mjólkursamlagshúsinu. Reynd- ist það óskenunt og tókst að ná því á flot nokkru síðar. Togarinn Helgafell (áður Surprise) slitnaði upp inni á Eiðsvík við Reykjavík og rak upp i Geldinganes. Á höfninni á Raufarhöfn sökk vélbátur- inn Friðþjófur. Þrjá þiljubáta rak á land af höfninni í Þórshöfn og brotnuðu þeir allir meira eða minna. Auk þess sukku þar á höfninni þrír opnir vélbátar. Vélbáturinn Bangsi ferst. Þriðjudaginn 15. janúar gerði aftaka- veður fyrir Vestfjörðum. V/b Bangsi frá Bolungarvík hafði lagt línu sína norð- austur af Kögri í allsæmilegu veðri. Undir morgun missti báturinn annað skrúfublað sitt og gat því litið hreyft sig nema með segli. Komst hann á þann hátt fyrir Straumnes. Björgunarskipið María Júha var þá um þriggja stunda ferð frá Bangsa, en við það höfðu skipsmenn samband. Ur því fór veður versnandi, og var komið fár- viðri með snjókomu, þegar björgunarskip- ið nálgaðist Bangsa um hálfníu leytið um kvöldið, en þá var báturinn staddur um sjo mílur norður af Rit. í sömu svifum og skip- verjar á Bangsa bjuggu sig undir að koma dráttartaug yfir í Maríu Júlíu, reið brot- sjór yfir bátinn og færði hann í kaf. Við þetta brotnaði báturinn ofan þilja og les^' arhleri og lúgur sprungu. Tvo skipverja tók út og náðust ekki aftur, en báturinn maraði í hálfu kafi ljóslaus. Eftir nokkurn tíma tókst vélstjóra á Bangsa að bregða upp Ijósi, svo að Maríumenn gátu eygt

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.