Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Síða 17

Ægir - 01.01.1952, Síða 17
Æ G I R 11 þá, sem fiskveiðar stunda. — Að leitarskip verði haft á komandi sumri við strendur Isiands til síldarleitar ásamt fullkomnum flugvélum. —- Að byggt verði eins fljótt og tök eru á fullkomið fiski- og hafrannsókn- arskip, sem gegni líku hlutverki og hið full- komna rannsóknarskip Norðmanna, G. O. Sars. —■ Að gerðar verði ýtarlegar tilraunir með reknetjaveiðar fyrir Suður- og Austur- landi. Verði byrjað á þeim tilraunum í aprílmánuði í Mýrarbugtinni. Einnig verði unnið að þessum tilraunum úti fyrir Aust- urlandi yfir sumarið og fram eftir haust- inu.“ Vinnuvélar í þágu sjávarútvegsins. — Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félagsins, að hún starfi að því, að hvers konar hugmyndir um vinnuvélar í þágu sjávarútvgsins verði fullkomnaðar, svo sem vélar til lóðabeitingu, beituskurðar, saltfiskþvotta, smærri beinamjölsvinnslu- vélar en nú eru fáanlegar, og fleira, og keiti sér fyrir því, að til þess verði varið nauðsynlegu fé úr ríkissjóði, þar sem lík- legt má telja, að það geti orðið verulegur þáttur í að bæta rekstrarskilyrði sjávar- útvegsins.“ Fis k veiðiréttiri d'i við Grænland. — ..Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að beita sér öflugulega fyrir því, að íslendingar fái fiskveiðiaðstöðu við Græn- land og nauðsynlega aðstöðu í landi til at- hafna í sambandi við fiskveiðar íslenzkra skipa. Fiskiþingið er meðmælt því, að þingsályktunartillaga Péturs Ottesen, sem flutt hefur verið á Alþingi, verði sam- þykkt.“ Eftirlit með hirðingu véla, tækja, og fiskibáta. — Fiskiþingið felur stjórn Fiski- félagsins að beita sér fyrir þvi við fiski- úeildirnar, að þær tilnefni einn mann eða fleiri til eftirlits með hirðingu véla og tækja í fiskiskipum svo og bátunum sjálf- uni. — Til þess að örva árangur þessa starfs skal árlega veita viðurkenningu öllum þeim, sem fram úr skara með hirðusemi. Fiskiþingið lætur gera viðurkenningar- skjöl og skal jafnan tilkynna því, hverjir viðurkenningu hljóta. Stofntán til smærri vélbáta — „21. fiski- þing skorar á stjórn Fiskveiðasjóðs íslands að hlutast til um, að smærri vélbátar sæti sömu eða svipuðum kostum um lán úr Fiskveiðasjóði eins og nú er um lán til stærri vélbáta. — Enn fremur skorar fiski- þing á stjórn Fiskifélagsins að vinna að því við ríkisstjórn, að smábátaútvegnum verði tryggð stofnlán á svipuðum grund- velli og gilti um lán úr Stofnlánadeild s jávarútvegsins.“ Fiskmat. — Fiskiþingið telur, að mati á fiskframleiðslu landsmanna sé í ýmsu ábótavant og nokkurt misræmi i fram- kvæmd þess. Fyrir því skorar fiskiþing á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því, að á þessu sé ráðin bót. — Enn fremur skorar fiskiþingið á alla fiskframleiðendur að vanda sem bezt alla íiskverkun og fara eftir settum reglum, sem miða að þvi að auka vöruvöndun, því að reynsla fyrri ára hefur sýnt, að við erum þess megnugir að geta framleitt fyrsta flokks fiskafurðir.“ Dragnótaveiðar. ■— „Fiskiþingið mælir með þvi, að allir firðir verði friðaðir fyrir dragnótaveiðum." Samræming olíuverðs. — Fiskiþingið telur það sanngjarnt og eðlilegt, að verð á olium frá birgðageymum sé jafnt alls staðar á landinu og mælir eindregið með því, að þingsályktunartillaga sú, er Sig- urður Ágústsson flytur á yfirstandandi Alþingi verði samþykkt. — Jafnframt lýsir fiskiþingið yfir því, að það telur mjög óheppilegt, að aðalolíubirgðarstöðvar séu allar settar svo að segja á sama stað í stað þess að hafa nokkrar aðalbirgðastöðvar fyrir olíur dreifðar út um land til aukins hagræðis fyrir fiskveiðar og siglingar og rneira öryggis, ef til hernaðarátaka kynni að koma. — Skorar fiskiþingið því á ríkis- stjórn og Alþingi að vinna ötullega að því, að stærri birgðastöðvum fyrir oliur út um land verði fjölgað frá þvi sem nú er og sem allra fyrst. — Einnig beinir fiskiþingið því

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.