Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 24
18 Æ G I R Siglingafræáikennsla. Bréfaskóli SÍS vill vekja athygli þeirra, er öðlast vilja stýrimanns- eða skipstjóra- réttindi á skipum frá 6—30 rúmlestum að stærð, á kennslu í siglingafræði, sem bréfa- skólinn annast. Sá er öðlast vill þessi rétt- indi verður að ganga undir sérstakt próf, eins og tiltekið er í 4. gr. laga, um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum. (Grein- in er prentuð hér á eftir). Er efni kennslu- bréfanna miðuð við það, sem kenna þarf fyrir þetta próf. Efni bréfanna hefur Jón- as Sigurðsson kennari við Stýrimanna- skólann tekið saman, og er hann kennari í þessari námsgrein bréfaskólans. Bréfin eru alls 4. 1. bréf er um breidd og lengd á jörð- inni og kompásinn. 2. bréf er um misvísun og segulskekkju, og hvernig leiðrétt er fyrir þeim stærðum. 3. bréf er um sjókort og út- setningu og uppmælingar í því, siglingu og einföldustu staðarákvarðanir, og að finna hvenær flóð verður og fjara. I 4. bréfi eru svo alþjóða siglingareglur. í bréfunum eru auk þess dæmi, sem sýndur er útreikn- ingur á og dæmi, sem nemendurnir eiga sjálfir að reikna. Tilgangurinn með bréfum þessum er sá, að nemandinn geti að mestu sjálfur búið sig undir þetta próf. Kennsla fer öll fram skriflega þannig, að nemandinn sendir til og fisksæl mið eru skammt undan, að heilt þorp hlýtur að leggjast í auðn, ef það fær ekki sem bráðast afnot sæmilegrar hafnar og þarna verður um afdrepshöfn að ræða milli Faxaflóahafna og Vestfjarða, er naumast hyggilegt að verja ekki meira fé til Rifshafnar árlega en nú er gert, ef þess er nokkur kostur. Því má heldur ekki gleyma, að hafnaraðstaða í Rifi mun létta undir útgerð báta frá öðrum stöðum en á Snæ- fellsnesi. Það er því tvímælalaust tap fyrir búskap þjóðarinnar, að Rifshöfn skuli ekki komast i gagnið sem fyrst. bréfaskólans úrlausnir á þeim verkefnum, sem í bréfunum eru. Einnig getur hann sent fyrirspurnir um það, sem hann ekki skilur í bréfunum. Kennarinn leiðréttir svo úrlausnirnar og svarar fyrirspurnunum. Kennslan stendur allt árið og getur nem- andinn byrjað hvenær, sem hann vill og stundað námið eins lengi og hann vill. Það er því ekkert þvi til fyrirstöðu, að hann geti stundað það með öðru starfi. 4. gr. laga um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum. Rétt til að vera skipstjóri eða stýrimaður í innanlandssiglingum á íslenzku skipi, 6—• 30 rúmlestir að stærð, hefur sá einn, er leggur fram vottorð frá siglingafróðum manni, tilnefndum af atvinnumálaráðu- neytinu til 5 ára í senn eftir tillögum skóla- stjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, um að hann: a. þekki á áttavita og kunni að leiðrétta stefnur og miðanir fyrir segul- skekkju og misvísun, b. kunni alþjóðaregl- ur til að forðast ásiglingu og þekki neyðar- bendingar og kunni að nota þær, c. kunni að setja stefnur og miðanir á sjókort, d. kunni að nota vegmæli og djúpmæli í sam- bandi við sjókort, e. hafi þekkingu á vita- kerfi landsins og björgunarstöðvum og kunni að nota algengustu björgunartæki, f. kunni að finna, hvenær flóð verður og fjara, g. þekki reglur um lífgun drukkn- aðra manna, h sanni með læknisvottorði, að sjón hans og heyrn sé svo fullkomin sem nauðsynlegt er fyrir skipstjórnarmenn, 1) i- hefur ekki verið dæmdur fyrir verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, j. sanm með sjóferðabók eða vottorðum, að hann hafi verið háseti eftir 15 ára aldur á skipi yfir 6 rúmlestir í 18 mánuði, k. sé 18 ára að aldri, en sé skipið stærra en 15 rúm- lestir, skal aldurstakmarkið vera 21 ár, enda hafi hann þá verið stýrimaður á skipi yfir 15 rúmlestir í 6 mánuði eða formaður á skipi yfir 6 rúmlestir í 6 mánuði. — Himr sigingafróðu menn, sem um getur í upphafi 1) Reglugerð nr. 19 7. apríl 1937.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.