Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 25
Æ G I R 19 Manntjón og skipsskaðar. Ofviárið 5. janúar. Nóttina 4. og 5. janúar skall á ofsaveÖur af austri og suðaustri og olli manntjóni og miklum sköðum á sjó og landi. Að kvöldi þess 4. reru sex bátar úr verstöðv- uin við Faxaflóa, einn úr Keflavik, einn úr Reykjavík og fjórir frá Akranesi. Laugardagskvöldið 5. janúar voru ókomnir að landi vélbátarnir Valur og Sigrún frá Akranesi. Við Sigrúnu hafði verið haft tal- samband fram til kl. 10 um morguninn, en ekki úr því og talsambandið við Val slitnaði að fullu kl. hálf þrjú um daginn. Um fimm leytið sunnudaginn 6. janúar kom Sigrún til Akraness. Fyrr um daginn úafði borizt fregn um það til Akraness frá varðskipinu Þór, að Sigrún væri á leið til lands í fylgd með varðskipinu. Hafði bát- urinn hreppt foraðsveður og stórsjói, svo að mjótt var á munum, að hann fengi haldizt ofan sjávar. Brotnaði báturinn uiikið ofan þilja, t. d. tók af borðstokk °ðru megin aftan frá skut og fram fyrir L'emri stagfestingu, rúður allar í stýris- húsi brotnuðu og siglingaljós öll tók af. Eftir að þetta hafði gerzt, var bátnum hald- ^ upp í andóf í tuttugu stundir. Hélzt oveðrið linnulaust allan þann tíma. Um þessarar greinar, skulu skipaðir fyrir tak- niorkuð svæði, sem atvinnumálaráðuneyt- tiltekur. 2) Gegn slíku vottorði og vott- oi'ði um sundkunnáttu gefur lögreglustjóri ut skírteini, sem veitir rétt til að vera skip- stjóri á skipum allt að 15 rúmlestir og stýri- maður á skipum allt að 30 rúmlestir, eða skipstjóraskírteini á skipi allt að 30 rúm- lestir samkvæmt þessari grein. 2) Auglýsing nr, 5 28. janúar 1937. dagmálaleytið á sunnudag var haldið und- an veðri í áttina heim. En skömmu eftir að sú ferð liófst, fékk Sigi'ún á sig mikinn sjó og tók þá út stýrimanninn Þórð Sig- urðsson. En með því að hann er hreysti- menni mikið og syndur vel, tókst honum að halda sér á floti þangað til skipsfélagar hans gátu náð til hans. Matarlausir voru skipverjar frá því á laugardagsmorgni, að eldfæri fóru úr skorðum og svefnlausir með öllu frá því að óveðrið hófst og þang- að til að landi var komið. Var hrakningur Sigrúnarmanna strangur mjög og langur, þótt eigi sé hann rakinn nánar hér. Skip- stjóri á Sigrúnu er Guðmundur Jónsson. Á sunnudagskvöldið fann leitarflokkur úr björgunarsveit Borgarness ýmislegt rekið úr v/b Val vestur á Mýrum. Eigi varð þó að fullu ráðið af þeim fund, að báturinn kynni ekki að vera ofansjávar. Að fullu þótti úr skugga gengið um það á þriðju- dag, að Valur hefði farizt í ofveðrinu og með honum sex menn. — Á Val voru þessir menn: Sigurður G. Jónsson, skipstjóri, Heiðar- braut 41 Akranesi, 33 ára. Hann var kvænt- ur og átti þrjú börn, það elzta sjö ára. Sig- urður lauk prófi frá stýrimannaskólan- um síðastl. vor. Sveinn Traustason, 1. vélstjóri, 23 ára, ókvæntur. Ingimundur Traustason, 2. vélstjóri, 18 ára. Þeir voru bræður, báðir búsettir á Hólmavík. Brynjólfur Önfjörð Kolbeinsson, mat- sveinn, 22 ára. Hann var búsettur á ísa- firði, kvæntur og átti tvö börn ung. Guðmundur Hansson, háseti, 19 ára, bú- settur í Reykjavík. Sævar Sigurjónsson, háseti, 19 ára, bú- settur á Akranesi. Hlutafélagið Ásmundur á Akranesi átti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.