Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 5
ÆGIR
323
brátt dró þó úr afla þar. Tveir Hólma-
víkurbátar byrjuðu 18. og 20. okt. og sá
þriðji fyrir mánaðarlokin. — I nóvember
var reytingsafli, frá 2 til 3 lestum í sjó-
ferð, stundum nokkuð meira. M/b „Guð-
mundur“ frá Hólmavík hafði fengið um
50 lestir í 16 sjóferðum seint í nóvember.
Djúpavík. M/b ,,örn“ byrjaði veiðar
um 20. okt. og aflaði sæmilega. Hafði hann
fengið 90 lestir í 20 sjóferðum í lok nóv-
ember. Tveir og þrír smávélbátar voru líka
á veiðum og öfluðu sæmilega.
Súðavík. Einn smávélbátur með 4 mönn-
um byrjaði veiðar um miðjan nóvember.
Afli var rýr, um 1 lest í sjóferð. M/b „Sæ-
fari“ hóf róðra síðast í nóvember.
ísafjörður. Togararnir „ísborg" og „Sól-
borg“ voru báðir á karfaveiðum í október
og öfluðu jafnan vel. Þrír og fjórir bátar
voru á rækjuveiðum, en engir bátar voru
á þorskveiðum í október. — í nóvember
fór „ísborg“ á ísfiskveiðar og seldi afla í
Þýzkalandi. „Sólborg“ var í slipp syðra.
Tveir stærri bátar hófu veiðar, „Ásbjörn“
5. nóv. og „Auðbjörn“ 17. nóv. öfluðu þeir
vel, frá 3 til 5,5 lestir í sjóferð og „Ás-
björn“ eitt sinn 7 lestir. Rækjubátarnir
hafa jafnan aflað vel í haust. Ný rækju-
verksmiðja var reist á Torfnesinu í haust
og tók hún til starfa í nóvember. Húsrúm
er þar gott og haganlegt.
Hnífsdalur. M/b „Páll Pálsson" hóf
róðra 14. nóv.; aflaði hann vel, fékk 63
lestir í 11 sjóferðum, mest 7 lestir í sjó-
ferð.
Bolungarvík. í október gengu 5 smáir
þilfarsbátar þaðan; öfluðu þeir vel, frá
1,5 til 2 lestir í sjóferð. Þeir fóru 12 sjó-
ferðir. — í nóvember hófu tveir stærri
bátanna, „Einar Hálfdáns" og „Flosi“,
veiðar. „Einar Hálfdáns" fékk 95 lestir í
19 sjóferðum og „Flosi“ 87 lestir einnig í
19 sjóferðum. Sömu smærri bátar sem í
október voru og á veiðum. Fengu þeir mest
22 lestir í 14 sjóferðum. Aflinn þarna má
teljast góður, eftir því sem um er að ræða
á þessum árstíma.
Suðureyri. 1 október voru aðeins tveir
smærri bátar — um 5 lestir hvor um sig —
að veiðum. Afli þeirra var oftast rýr, enda
stirðar gæftir. — í nóvember byrjuðu
tveir stærri bátar („Freyja nýja“ og
„Friðbert Guðmundsson") veiðar. Fóru
þeir um 20 sjóferðir hvor um sig. Aflinn
jafnan tregur, um og neðan við 3 lestir og
mest 5 lestir í sjóferð.
Flateyri. Togararnir tveir voru að veið-
um, en ekki önnur skip né smærri bátar.
Afli togaranna var góður í október, en lak-
ari í nóvember.
Bíldudalur. 3 til 4 bátar voru á rækju-
veiðum í nóvember og öfluðu oftast vel.
Smávélbátar fóru stöku sinnum til fiskj-
ar, en um samfellda róðra var ekki að
ræða.
Tálknafjörður. M/b „Freyja“ var á
þorskveiðum frá því um miðjan október.
Aflinn var jafnan rýr, frá 2 til 3 lestum
í sjóferð.
Patreksfjörður. Togararnir „Gylfi“ og
„Ólafur Jóhannesson“ voru báðir á karfa-
veiðum í október og öfluðu jafnan vel. í
nóvember voru togararnir á ísfiskveiðum
og seldu afla sinn í Þýzkalandi. Tveir
stærri vélbátar („Andri“ og „Sigurfari")
hófu þorskveiðar í mánuðinum og fengu
reytingsafla. „Andri“ fékk 55 lestir í 12
sjóferðum og „Sigurfari" 35 lestir í 9 sjó-
ferðum.
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
ÆÖR ÓSKAR mmM Í.ESENDUM SINUM
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO