Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 17

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 17
ÆGIR 335 Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 1937. uð upp í 39 þús. mál með lögum frá 25. september 1942. Þáverandi atvinnumálaráðherra, Magn- ús Jónsson, varð við beiðni stjórnar S.R. um að heimila henni að reisa 10 þús. mála verksmiðju á Siglufirði. Var bygging þessi hugsuð sem fyrsti liður í framkvæmd laganna um hinar nýju verksmiðjur. í nóvember og desember 1942 var sótt um forgangsleyfi í Ameríku fyrir öllum aðalvélum í þessa verksmiðju. Eftir lang- an drátt kom neitandi svar .um allar vél- arnar nema dísilmótora ásamt rafölum og varahlutum. Voru þær vélar keyptar, sem leyfi fékkst fyrir. Vorið 1944 ákvað verk- smiðjustjórnin að fengnu leyfi þáverandi atvinnumálaráðherra, Vilhjálms Þór, að auka enn afköst verksmiðjanna á Siglu- firði um 3.500 til 4.000 mál. í sambandi við þessa stækkun skyldi byggja nýtt ketil- og aflstöðvarhús. Vegna stríðsins drógust þessar framkvæmdir á langinn, þótt unnið væri eftir föngum að undirbúningi þeirra og nokkuð miðaði í áttina. Á árunum 1941—43 byggði Ingólfur h/f 5.000 mála verksmiðju í Ingólfsfirði. Síðari hluta marzmánaðar 1945, er dró að stríðslokum, varð gagnger breyting í Bandaríkjunum á horfum um útvegun véla. Einnig var þá hægt að semja um kaup á rafmagnsmótorum og ýmsum tækj- um frá Svíþjóð. Vorið 1945 skipaði Áki Jakobsson, þá- verandi atvinnumálaráðherra, sérstaka bygginganefnd til þess að standa fyrir byggingu hinna nýju síldarverksmiðja á Siglufirði og Skagaströnd. Var Trausti Ólafsson efnafræðingur skipaður formað- ur nefndarinnar. Aðaltæknilegur ráðunaut-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.