Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 18

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 18
ÆGÍR 336 ur bygginganefndarinnar var Þórður Run- ólfsson vélfræðingur. Voru nýju verksmiðjurnar á Siglufirði Síldarsöltun á Raufarhöfn. og Skagaströnd síðan byggðar á árunum 1945—47. Það var nýlunda við byggingu þessara verksmiðja, að mestur hluti vinnsluvél- anna var smíðaður innanlands af Vél- smiðjunni Héðni, og eru sjóðarar, pressur og þurrkarar af stærri gerð en áður hafði tíðkazt. Eftir byggingu þessara nýju verksmiðja eru heildarafköst Síldarverksmiðja ríkis- ins komin í um 35.000 mál á sólarhring, en afköst annarra síldarverksmiðja á Norður- og Austurlandi nema um 40.000 málum á sólarhring. Hinn 27. marz 1947 hrundi nýreist mjöl- hús verksmiðjanna, ein stærsta bygging á landinu. Það var síðan endurreist á nýrri grind og með nýju lagi. Eins og allir vita hefur síldveiðin fyrir Norðurlandi brugðizt síðan 1945 eða í sam- fleytt 10 ár, og hafa hinar nýju síldarverk- smiðjur því ekki orðið að því gagni, sem ætlað var. Þó kom nýja síldarverksmiðjan á Siglufirði að miklum notum við vinnslu Hvalfjarðarsíldarinnar 1947 til 1948. Á vegum Síldarverksmiðja ríkisins voru flutt norður til vinnslu í verksmiðjunum nærri ein milljón mála síldar árin 1947 og 1948, og fengust úr þessari síld útflutningsverð- mæti, sem námu um 70 milljónum króna. Stjórn S.R. beitti sér fyrir því að koma upp hraðfrystihúsi á Siglufirði á vegum verksmiðjanna til þess að fá verksmiðjun- um aukin verkefni og til að auka atvinnu á staðnum. Veitti Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra leyfi til framkvæmda. Hóf hraðfrystihúsið vinnslu hinn 27. okt. 1953. Hefur starfsemi þess orðið til þess að auka mjög atvinnu á Siglufirði og gert kleift að leggja þar á land að staðaldri afla tveggja togara bæjarins. Hefur stjórn S.R. annazt framkvæmda- stjórn togaranna síðan í marzlok 1953 í umboði bæjarstjórnar Siglufjarðar. Hefur Sigurður Jónsson, viðskiptaframkvæmda- stjóri S.R., annazt framkvæmdastjórn tog- aranna og hraðfrystihússins, en Vilhjálm- ur Guðmundsson verkfræðingur, tæknileg- ur framkvæmdastjóri S.R., haft með hönd- um tæknilegar framkvæmdir, yfirstjórn vinnu í verksmiðjunum og hraðfrystihús- inu. Alls hafa S.R. frá því að þær hófu starf- semi sína árið 1930 tekið á móti um 9 milljónum mála síldar, og myndu afurðir úr því magni nema með núverandi verð- lagi á lýsi og mjöli um 1150 milljónum króna. Auk þess hafa verksmiðjurnar tekið á móti: 38.298 tonnum karfa, 48.865 málum ufsa, 15.000 tonnum fiskúrgangs, 6.611 tonnum af nýjum fiski og síld til frystingar á 18 mánuðum. Formenn stjórnar S.R. hafa verið: Þormóður Eyjólfsson ræðismaður í 11 ár, Jón L. Þórðarson í 1 ár, Finnur Jóns- son, fyrrum ráðherra, í 2 ár og Sveinn Benediktsson í 11 ár. Stjórnin er nú skipuð 5 mönnum, kosn- um hlutfallskosningum af Alþingi, og eru það: Jón Kjartansson bæjarstjóri, Karl Kristjánsson alþingismaður, Sigurður Ágústsson alþingismaður, Sveinn Bene-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.