Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 13

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 13
Æ GIR 331 Friðjónsson og Ingvar Pálmason frumvarp um stofnun síldarbræðslustöðvar á Norð- urlandi. Frumvarpið náði samþykki og notaði Tryggvi Þórhallsson atvinnumála- ráðherra heimild Alþingis til að láta reisa fyrstu síldarverksmiðjuna á árunum 1929— 1930 á Siglufirði. Forstöðumaður bygging- arinnar var Guðmundur Hlíðdal verkfræð- ingur, og aðalaðstoðarmaður hans var Schretzenmeyer, sem áður getur. Stofnkostnaður verksmiðjunnar nam ,um kr. 1.460.000,00 auk lóðar, sem Siglu- fjarðarkaupstaður lagði til. Afköst verk- smiðjunnar voru fyrsta sumarið um 1.700 mál, en það tókst að auka þau í 2.300 mál á sólarhring, þegar hún var komin í fullt lag. Fyrsta stjórn verksmiðjanna var skip- uð árið 1930, og var Þormóður Eyjólfsson ræðismaður formaður hennar. Oscar Otte- sen, norskur maður, sem verið hafði fram- kvæmdastjóri við verksmiðju Dr. Pauls á Siglufirði, varð fyrsti framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Var það verk- smiðjunum mikið lán, að hann valdist í það starf. Á fyrsta starfsári verksmiðjanna féll verðið á síldarlýsi um % hluta. Hélzt þetta lága verð á síldarlýsinu fram til ársins 1935, að verðið fór aftur að hækka á lýs- inu. Var verðið á bræðslusíldinni á þess- um árum ekki nema kr. 3,00—4,50 og lengst af aðeins kr. 3,00 málið. Verðfallið á síldarlýsinu 1930 hafði komið svo hart niður á síldarverksmiðjun- um, að erlendur eigandi tveggja þeirra varð gjaldþrota og eigandi hinnar þriðju; Dr. Paul, hætti starfrækslu og seldi Síldar- Jón Þorláksson. verksmiðjum ríkisins verksmiðju sína ár- ið 1933. Hafði Bjarni Snæbjörnsson feng- ið samþykkta heimild um kaupin á Alþingi og Magnús Guðmundsson atvinnumála- ráðherra ákveðið að nota heimildina. Fyrsta Síldarverksmiðja ríkisins reynd- ist strax ómissandi stoð fyrir síldarútveg- inn og þrátt fyrir verðfallið á síldarlýsinu bar verksmiðjan sig fjárhagslega. — Varð þetta til þess, að haustið 1933 samþykkti Alþingi með samhljóða atkvæðum lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að reisa nýja síldarverksmiðju á vegum ríkis- ins á Norðurlandi. Magnús Guðmundsson ákvað að nota heimild Alþingis og fól þeim Guðmundi Hlíðdal og Geir Zoéga yfirstjórn byggingar verksmiðjunnar. Verksmiðja þessi var reist árin 1934—35 og nefnd S.R.N.-verksmiðjan. Nú hófust innlend félög einnig handa um byggingu nýrra síldarverksmiðja. Á Dagverðareyri var byggð ný verksmiðja upp úr gamalli síldarbræðslustöð, sem þar hafði verið. Djúpavík h/f reisti síldar- verksmiðju við Djúpavík í Reykjarfirði, og Kveldúlfur h/f síldarverksmiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð. S.R. keyptu hinar gömlu verksmiðjur á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.