Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 9
ÆGIR
327
Jón Forseti á leið norður á
síldveiðar 1908. Skipstjóri
Halldór Kr. Þorsteinsson.
að selja ís til skipa, en »innig tÓKu þau
matvæli til geymslu.
Vandkvæði voru á því að alla síldarinn-
ar, meðan eingöngu var stuðst við land-
nótaveiðina. Því var það, að ísfélagið gerði
út gamlan, enskan hafnsögubát á reknet
árið 1899 í Faxaflóa, sem það leigði til
veiðanna. Var báturinn útbúinn skozkum
netum. Formaðurinn, Benedikt Guð-
brandsson, hafði áður stundað rekneta-
veiðar við Skotland. Tilraunin tókst svo
vel, að Tryggvi Gunnarsson, helzti ráða-
maður ísfélagsins, gekkst fyrir stofnun
Reknetjafélagsins við Faxaflóa árið 1900.
Keypti félagið eigið seglskip til veiðanna.
Varð Geir Sigurðsson skipstjóri á skipi
félagsins. Stundaði hann upp frá þvi rek-
netaveiðar í fjölda mörg ár við ágætan
orðstír.
Höfðu íshúsin eins og hraðfrystihúsin
síðar ómetanlega þýðingu fyrir fiskveiðar
landsmanna.
Norðmenn höfðu árið 1897 tekið að
veiða síld með reknetum fyrir alvöru við
Noregsstrendur. Tóku þeir þessa veiðiað-
ferð eftir Hollendingum og Skotum, sem
höfðu notað hana með góðum árangri um
langan aldur.
Gerðu Norðmenn fyrstu tilraun til síld-
veiða með reknetum hér við land árið 1899.
Við Austurland fékkst engin veiði, en við
Norðurland nokkur afli á fáum dögum í
september. Hófst nú reknetaveiði við
Norðurland, og var síldin, sem þar veidd-
ist síðari hluta sumars, sérlega vel fallin
til söltunar, og var tekin fram yfir aðra
síld á markaðnum í Svíþjóð og Þýzkalandi.
Árið 1903 er afli Norðmanna í reknet
hér við land kominn upp í 43 þúsund tunn-
ur og árið eftir komst aflinn upp í 80 þús-
und tunnur.
Bræðurnir Sveinn og Jón Einarssynir
á Raufarhöfn urðu fyrstir Islendinga til
þess að hefja reknetaveiðar fyrir Norður-
landi sumarið 1901. Keyptu þeir smáskútu
frá Noregi í bessu skyni. Gerðu þeir hana
Thor Jensen.