Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 37

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 37
ÆGIR 355 til mest til þeirra að sækja, og þeir upp- fylli kröfurnar í von um að Ægisbúrið auðga gæfi sífellt stærri aflafeng. Nú líður senn að vetrarvertíð vélbáta- flotans og er það höfuðnauðsyn að for- ráðamenn þjóðarinnar finni sem fyrst við- unanlega lausn á rekstrargrundvelli fyrir vélbáta og togara. Meðal þeirra atriða, sem rekstrargrund- völlurinn byggist á, er það, að útvegurinn fái hækkuð afurðalán og aukin rekstrar- lán, frá því sem nú er, í hlutfalli við hækk- andi verðlag og annan tilkostnað. Er þetta því nauðsynlegra, sem útvegurinn þarf nú að greiða bæði aðgerðir og útgerðarkostn- að, svo sem olíu, beitu o. f 1., strax og það er tekið, en á flestu þessu fékkst áður nokkur umlíðan og sparaði, að þessi útgjöld væru fengin að láni hjá bönkunum fyrir- fram. Væntir nefndin að þessar staðreyndir séu Ijósar þeim, sem málum ráða, og að þeir geri það sem unnt er til þess að örva útflutningsframleiðsluna og dragi fremur úr því, sem ekki er jafnnauðsynlegt og áríðandi fyrir þjóðarbúið. Ennfremur að afgreiðsla afurðalána verði gerð umfangs- minni og hagfelldari en nú er. Flatfiskveiðar. Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að hvetja fiskimenn til þess að gera til- raunir til kolaveiða í botnnet, á kolalínu eða á annan hátt, sem samrýmist því, sem leyfilegt er nú. £ 04 þús. lesta olíuflutningaship Á 18. og 19. öld var kapphlaup um sigl- ingahraða milli Ástralíu og Bretlands, — þetta voru stór og glæsileg seglskip með úrvals áhöfnum. Á síðari hluta 19. aldar og allt til þessa tíma hefur líka verið kapphlaup um hraða milli Ameríku og Evrópu. I þessari lotu voru eimskip, knúin stimpilvélum fram yfir aldamót og síðar eimtúrbínum. Ameríkumenn eiga nú metið hvað hrað- ann snertir. En Bretar eiga ennþá metið hvað stærðina snertir, og líklega að því er snertir vistarverur, enda auðveldara að koma því fyrir þar, sem skipsrýmið er svo mikið eins og í „Queen Mary“ og „Queen Elisabeth". Bretar hafa löngum haft hraða- metið, en jafnan haft tvo harða keppi- nauta — Þjóðverja og Frakka. Á síðastliðnum tveimur áratugum hef- ur verið kapphlaup um stærð olíuflutn- ingaskipa. Þetta kapphlaup er þó allt ann- ars eðlis en hin tvö, sem að ofan getur, — það er kapphlaup um peninga, eða leit að þeirri skipastærð, sem bezt hentar hverri siglingaleið til að gera „tonnmíluna“ sem lægsta (það er kostnaðinn við að flytja eitt tonn eina mílu). Fyrir nokkrum árum var hámarkið 28 þúsund lestir. Nú er það 40 til 50 þúsund lestir. Nú er verið að teikna og gera áætlanir um tvö olíuflutningaskip, 83.900 dw. (Dw. Framhald á bls. 360. > SJOMENN! Klœðið af ykkur kuldann! KULDAÚLPUR fró okkur fóst um land allt. Skjólfatagerðin h.t. - Belgjagerðin h.f. Pósthólf 961 — Reykjavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.