Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 19

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 19
ÆGIR 337 * f I I f M/s Helga RE /0. Skipstjóri Ármann Friðriksson. diktsson framkvæmdastjóri og Þóroddur Guðmundsson bæjarfulltrúi. Framkvæmdast j órar verksmið j anna hafa verið: Óskar Ottesen í 5 ár, Gísli Halldórsson í 2 ár, Jón Gunnarsson í 8 ár, Magnús Blöndal í 1 ár, Hilmar Kristjónsson í 1 ár og Sigurður Jónsson í 8 ár. Þá var Hilmar Kristjónsson tæknilegur framkvæmda- stjóri verksmiðjanna í 1 ár og Vilhjálmur Guðmundsson, núverandi tæknilegur fram- kvæmdastjóri, hefur gegnt því starfi nærri 7 ár. Meðalafli af bræðslusíld hjá viðskipta- skipum S.R. varð mestur árið 1944 og nam þá 9.844 málum. S.l. ár var meðalaflinn hins vegar aðeins um 700 mál á skip. t M/s Víðir SU 175 við bryggju Sk á Siglufirði. Verið er að losa bát- inn með löndunarkrana. Skipstjóri Sigurður Magnússon. Síldarverksmiðjur ríkisins starfrækja eigið vélaverkstæði á Siglufirði og vinna þar 10—15 manns. Forstöðumaður verk- stæðisins er Þórður Guðmundsson vél- smiður. Þegar allar 7 Síldarverksmiðjur ríkis- ins eru starfandi vinna við þær 500—600 manns, en hin síðari ár hafa ekki verið ráðnir nema um 250 menn til starfa í verk- smiðjunum vegna aflabrestsins. I hrað- frystihúsi S.R. vinna um 100 manns. Á þeim skipum, sem eru í viðskiptum við S.R. um síldartímann, starfa um 1500 sjó- menn. Auk þess eru um 70 manns á togur- um bæjarútgerðar Siglufjarðar, en S.R. hafa útgerð þeirra með höndum í umboði bæjarins, eins og áður segir. Frá því 1930 hafa Síldarverksmiðjur ríkisins selt frá 1.000 upp í 9.000 tonn af síldar- og fiskimjöli árlega til íslenzkra bænda. Hafa S.R. haldið eftir mjöli til innanlandsnota frá því þær hófu starfsemi sína, enda er svo ákveðið í verksmiðjulög- unum. Þarf mjölið að vera pantað fyrir septemberlok ár hvert. Síðustu 10 árin hefur íslendinga ekki vantað síldarverksmiðjur, heldur síldina til þess að vinna í verksmiðjunum. Síldveiðin hefur brugðizt svo hrapar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.