Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 8

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 8
ÆGIH 326 Dr. Bjarni Sæmundsson. árið 1886 er síldveiðileiðangrum Norð- manna með landnótum til íslands að mestu lokið. Fram til ársins 1898 komu þó ein- staka leiðangrar með margra ára millibili. Árið 1880 hafði Otto Wathne skipstjóri og útgerðarmaður, sem fyrr getur, setzt að á Seyðisfirði. Rak hann upp frá því síldveiðar í stórum stíl um langt árabil, aðallega á Austfjörðum. Einnig reisti hann síldarstöð á Oddeyrartanga víð Eyja- fjörð. Hann lét bæði salta síldina og sendi hana ísaða til Englands í heilum skips- förmum. Mestur afli á útveg Wathne á einu ári var um 40 þúsund tunnur. Otto Wathne lézt árið 1898 og hafði verið hinn merkasti brautryðjandi o^, þarfur íslendingum. Fleiri atorkusamir Norðmenn settust að á Austfjörðum og stunduðu síldveiðar. Sjálfir stofnuðu íslendingar þrjú félög til síldveiða árið 1880. Helztu stofnendur voru Snorri Pálsson verzlunarstjóri og Tryggvi Gunnarsson, síðar bankastjóri. Félögum þessum gekk vel í fyrstu, en urðu öll skammlíf og úr sögunni eftir nokkur ár. Landnótaveiði í stórum stíl var að mestu lokið um aldamótin, enda hlaut síldveiði með þessum tækjum að vera mjög stopul, þar sem síldargengd er óviss og ekki hægt að ná síldinni nema þar, sem fært var að gera botnköst. Einnig hamlaði það mjög veiði, hve fréttir voru lengi að berast áður en sími og loftskeyti komu til sögunnar og samgöngur bötnuðu. Tveir íslendingar, ísak Jónsson og Jó- hannes Nordal, sem unnið höfðu við íshús í Ameríku, komu aftur hingað til lands vestan um haf árið 1894. Hafði ísak áður skrifað Tryggva Gunnarssyni um þessa nýjung, sem myndi geta orðið að miklu gagni á íslandi. Tryggvi svaraði: „Komdu og með annan mann með þér, nóg er að gera“. Gekkst Tryggvi fyrir stofnun ísfélags- ins við Faxaflóa og varð Jóhannes Nordal framkvstj. þess, en ísak varð brautryðj- andi um byggingu og rekstur íshúsa víðs- vegar um landið. Á skömmum tíma voru reist íshús í öllum verstöðvum, sem nokk- uð kvað að. Voru húsin fyrst og fremst ætluð til geymslu á síld til beitu, og til þess Sveinn Einarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.