Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 4

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 4
322 Æ GI R pr. kg í kr. 1.98 að meðaltali. Karfamagn það, sem á land barst, var aftur á móti með minnsta móti, enda var afli mjög far- inn að tregðast á „Dohrn-banka" og hafði framboð almennt dregizt verulega saman. Það mun og hafa haft áhrif á karfafram- boðið, að verðið var alllágt framan af mán- uðinum, og munu þau skip, er þá voru á veiðum og ætluðu sér að selja síðari hluta mánaðarins, ekki hafa sótzt mjög eftir honum. Hér fylgir á eftir tafla, er sýnir magn, heildarverð og meðalverð þeirra helztu fisktegunda, sem landað var í þýzkum höfnum í nóvember, og samanburðartölur yfir nóvemberlandanir 1953 og 1954. Þorskur Ufsi Karfi Magn Br.verð Meðal- Magn Br.verð Meðal- Magn Br.verð Meðal kg kr. verð kg kr. verð kg kr. verð Nóv.’ðB 2.474.002 4.338.326 1.75 771.723 1.761.814 2.28 433.733 858.229 1.98 Nóv.’54 1.050.699 2.235.286 2.13 373.667 920.195 2.46 787.018 1.663.994 2.11 Nóv.’53 3.155.452 6.034.535 1.91 237.600 420.231 1.77 176.015 367.826 2.09 Þess skal getið, að í nóvembertölum 1953 eru taldar með sex söluferðir til Bret- lands AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR Haustvertíð hefur verið góð eystra, svo og aflabrögð, einkum sunnantil. Hornafjörður. Einn bátur hefur róið haustmánuðina og aflað sæmilega. Djúpivogur. Lítið hefur verið stundaður sjór í haust frá Djúpavogi. Ein trilla reri, er gaf, og aflaði allvel. „Víðir“ SU 95 reri einnig seinni hluta haustsins og fékk 4-5 lestir í róðri. Stöðvarfjörður. Þrír opnir vélbátar stunduðu veiðar fram eftir október og öfl- uðu 2-4 skp. í róðri. „Vörður“ stundaði veiðar alla smástrauma; fór 16 sjóferðir í október og aflaði 3-8 lestir í hverri. Fáskrúðsfjörður. Þaðan reru 6 þilfars- bátar fram eftir hausti og öfluðu yfirleitt sæmilega, einkum þeir smærri, eða 2-4 lestir í róðri. M/b „Stefán Árnason" hef- ur aflað 3-6 lestir í sjóferð. — Mikið hef- ur verið hér um karfalandanir togara, og hefur það dregið úr sjósókn smærri báta. Reyðarfjörður. Þrjár trillur af Syðri- byggð fjarðarins hafa róið og aflað vel eða 2-4 skp. í róðri. Eskifjörður. M/b „Björg“ hefur róið að staðaldri í haust og aflað um 5 lestir í róðri til jafnaðar. „Víðir“ fór einn túr á útilegu, en afli var tregur. Opnir vélbátar hafa sáralítið stundað veiðar í haust. — „Austfirðingur“ fiskaði í ís. Norðfjörður. Þaðan stunduðu veiðar 11 þilfarsbátar í október og 5 í nóvember. Afli var misjafn, en allgóður á köflum, allt að 9 lestum í róðri, og var þá róið í „Gullkistuna“. Á grunnmiðum öfluðust jafnaðarlega 2-4 skp. í róðri. Seyðisfjörður. Engin sjósókn. Borgarfjörður. Tveir opnir bátar stund- uðu veiðar með færi í október og öfluðu sæmilega, er gaf, eða allt að 2 skp. í róðri. Vopnafjörður. Þrír þilfarsbátar og tvær trillur stunduðu veiðar í október og öfluðu allsæmilega, þegar á sjó gaf. Bakkafjörður. Þrír opnir bátar reru af og til; afli var viðunandi, en gæftir slæmar. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR (Október og nóvember) Steingrímsfjörður. Drangsnesbáturinn „Barði“ byrjaði veiðar um 10. okt. Fékk hann til að byrja með allgóðan afla á grunnmiðum, um 5 lestir í sjóferð, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.