Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 31
ÆGIR
349
FRÉTTIR AF FISKIÞINGI
í tveim síðustu heftum Ægis voru birtar
tillögur, sem samþykktar voru á Fiski-
þingi. Hér fara á eftir fleiri af tillögum
þingsins.
Landhelgisgæzlan.
a. Fiskiþingið telur þann skipakost, sem
landhelgisgæzlan hefur yfir að ráða,
ónógan og ganghraða skipanna of lít-
inn og leggur til, að úr verði bætt á
eftirfarandi hátt:
Að nú þegar verði undirbúin bygg-
ing á fullkomnu gæzluskipi, er hafi
ganghraða minnst 20 mílur.
Að skip þau, sem nú eru við gæzlu,
verði endurnýjuð svo fljótt sem ástæð-
ur þykja til.
Að landhelgisgæzlan eignist full-
komna flugvél til eigin afnota.
b. Fiskiþingið átelur þann drátt, sem
orðið hefur á byggingu björgunar- og
gæzluskips fyrir Norðurland, sem
aðallega stafar af tómlæti gjaldeyris-
yfirvaldanna, og skorar á ríkisstjórn-
ina að skerast í málið nú þegar.
c. Fiskiþingið telur nauðsynlegt að tvö
skip annist gæzlu fyrir Vestfjörðum
frá 1. des. til 1. apríl.
d. Fiskiþingið leggur áherzlu á, að skip
séu ávallt fyrir hendi til að sinna
björgun skipa og gæzlu veiðarfæra á
hinum ýmsu stöðum.
e. Þingið bendir á, að fram hafa komið
rökstuddar aðfinnslur út af störfum
sumra varðskipanna, og vill vekja at-
hygli á, að skipin mega ekki stunda
aukastörf (tekjuöflun fyrir skipverja
eða snatt fyrir hið opinbera), svo að
aðalstörfin líði fyrir það.
f. Þá beinir þingið því til fiskimanna
kringum landið, að í hvert sinn, er
þeir sjá skip að ólöglegum veiðum
innan fiskveiðitakmarkanna, skrifi
þeir hjá sér nafn og númer skipsins
ásamt greinilegum miðum eða ann-
arri staðarákvörðun og kæri síðan til
viðkomandi yfirvalds.
Stofnlán sjávarútvegsins.
a. Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkis-
stjórn að gera ráðstafanir til að
fé Stofnlánadeildar sjávarútvegsins
renni til Fiskveiðasjóðs jafnóðum og
það innborgast.
b. Að tillag ríkissjóðs samkvæmt fjár-
lögum hækki úr kr. 2 millj. í kr. 5
millj.
c. Að ríkissjóður leggi Fiskveiðasjóði
árlega ríflega upphæð af tekjuafgangi
sínum.
d. Að seðlabankanum verði falið að lána
Fiskveiðasjóði vissa upphæð árlega,
15—20 milljónir króna, en þó aldrei
meira en nauðsyn krefur, að dómi
sjávarútvegsmálaráðherra, og til álíka
langs tíma og Fiskveiðasjóður veitir
sín lán.
e. Að ríkisstjórnin hlutist til um, að
Fiskveiðasjóður fái lán eins og nú-
verandi heimild hans til lántöku
leyfir.
f. Að Framkvæmdabankinn annist lán
til endurnýjunar og aukningar botn-
vörpuskipa og stærri fiskiðjuvera í
landinu.
Greinargerð.
Fiskiþingi er ljóst, að brýn nauðsyn ber
til þess að beitt sé hinni ýtrustu gætni í
fjármálum þjóðarinnar, meðal annars í
fjárfestingu, en vill hins vegar vara við
þeirri hættu, sem af því getur stafað, ef
undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar er
ekki séð fyrir hæfilegu fjármagni til
rekstrar, viðhalds og eðlilegrar þróunar.