Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 42

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 42
360 ÆGIÍÍ Fjölbreytni þeirra matartegunda, sem fá má úr sjónum, er mikil. Þetta kemur þó ekki fram i mataræði okkar Islendinga, enda þótt við borðum meiri fisk en flestar eða allar þjóðir aðrar. Sér- staklega virðist okkur hafa gengið erfiðlega að læra að borða ýmiss konar skelfiska, sem eru þó fjölmargir í sjónum við strendur landsins. Með öðrum þjóðum, jafnvel þar sem fiskur er annars lítið borðaður, þykja skelfiskar lostæti hið mesta og eru yfirleitt greiddir hærra verði en flest ann- að, sem úr sjó kemur. Eitt þessara dýra er humar- inn. Skammt er siðan farið var að veiða humar hér við land til sölu, og enn er það lítið að vöxt- um, sem veiðist. Meginhluti þess er fluttur út, enda er markaður fyrir humar hér á landi ákaflega takmarkaður. Humarinn er dýr og því vart not- aður til matar nema á hátiðum og tyllidögum, en með því að nú eru jól fram undan þykir rétt að setja hér leiðbeiningar um, hvernig má matreiða humar á ljúffengan hátt. Bakaður humar (í mornay-sósu). 1 kg humar (frystur, skelflettur). Rifinn ostur. Sósan: 75 gr smjör. 100 gr hveiti. Vi ltr. rjómi, þeyttur. 1 ltr. fisk- og humarsoð. 100 gr rifinn ostur. 100 gr smjör. Humarinn er soðinn í litlu saltvatni í 5 mín. Bitunum er raðað í eldfast mót, vel smurt. Séu fyrir hendi hörpudiskar eða smáskálar, eldfastar, er humarinn framreiddur í þeim. Sósan: 75 gr smjör er brætt í potti og hveitið látið út í, þynnt út með soðinu og osturinn látinn í. Þetta er síðan soðið í 15 mín. Þá er sjóðandi heitu smjörinu hellt út í og þeytt vel og síðan er rjómanum blandað gætilega saman við. Sósunni er hellt yfir humarinn og rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni í 10 mín. eða þar til mynd- azt hefur brún húð ofan á. Nægir fyrir 12 manns. 04 þúsund lesta olíuílutniinjusUip. FramhalcL af bls. 355. mætti kalla „burðarþunga“ eða „dauð- vigt“, það er sá þungi, sem skipið ber, þeg- ar það liggur á hleðslulínu í söltu vatni.) Skipin eru teiknuð í New-York, og líklega verða þau smíðuð í Japan. Aðalmál þessara skipa, sem verða lang- stærstu flutningaskip, sem til eru, verða: Lengd b. p. 813 fet og 8 þuml., breidd 124 fet og 8 þuml. og dýpt 61 fet og 8 þuml. Til samanburðar eru málin á „Queen Mary“: Lengdin b. p. 965 fet, breiddin 118 fet og dýptin 55 fet og 3 þuml. B. G. T. Bernh. Petersen. Reykjavík. Síml 1570. - Símnefoi: Berahardo. KAUPIRallar tegundir af lýsi, hrogn, fiskimjöl, síldarmjöl, og tómar tunnur. SELUR: Kaldhreinsað meðala- lýsi, fóðurlýsi, lýsistunnur, salt og kol í heilum förmum. ÆGIR V rit Fiskifélags Islands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er rúmar 300 síður og kostar 35 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslusími er 80500. Pósth. 81. Ritstjóri: Davíð Ólafsson. Prentað í ísafoldarprentsm. f5\ ,,, : - L't. t'lC' a

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.