Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 33

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 33
ÆGIR 351 Stofnlánadeild sjávarútvegsins var á sínum tíma séð fyrir fjármagni á þann hátt, að seðlabankinn veitti henni lán gegn ríkisábyrgð, sömu upphæð og deildin lán- aði og til jafnlangs tíma. Nú hefur Stofnlánadeildin ekki starfað sem lánveitandi í nokkur ár, en unnið að innheimtu útlána sinna. Virðist því vera ákveðið að ætla henni ekki lengra líf sem lánsstofnun. Á hinn bóginn verður með engu móti á það fallizt, að seðlabankinn geti ekki veitt áfram, að einhverju vissu marki, svipaða hjálp og þá, sem hann veitti Stofnlána- deildinni í upphafi, og er þá haft í huga, að eðlilegt er að aðrar kvaðir, sem á bank- ann eru lagðar, verði gerðar viðráðanlegri að sama skapi. Það er því lagt til, að seðlabankinn láni Fiskveiðasjóði, sem nú er eina starfandi stofnlánastofnun útvegsins, vissa upphæð árlega, væntanlega ekki yfir 18 millj. kr. á ári, en þó aldrei meira en nauðsyn kref- ur, að dómi sjávarútvegsmálaráðherra, og til álíka langs tíma og Fiskveiðasjóður lán- ar sín lán. í greinargerð fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum Fiskveiðasjóðs á Al- þingi 1954 er þess getið, að Framkvæmda- bankinn muni „í framtíðinni veita lán til bygginga og endurbóta frystihúsa og ann- arra fiskverkunarstöðva, eftir því sem hann hefur fjármagn handbært og sam- rýmanlegt er öðrum verkefnum hans“. Fiskiþing væntir fastlega, að við þetta verði staðið, og vill jafnframt benda á, að með þessu hefur bankinn tekið að sér hin stærri verkefni á sviði fiskiðnaðarins, en sem jafnframt eru að miklum mun færri. Með þessa verkskiptingu í huga vili Fiskiþingið vekja athygli á, að nú líður mjög að því að sjá verði fyrir fjármagni til stofnlána í sambandi við óhjákvæmi- lega endurnýjun togaraflotans, og er því hér með beint til ríkisstjórnarinnar, að hún feli Framkvæmdabankanum að ann- ast þennan þátt stofnlánanna eða a. m. k. útvegun fjármagns til þeirra. Véltækni við fiskveiðar og fiskvinnslu. Fiskiþingið telur, að mjög skorti á, að vinnuaðferðir og véltækni í sumum grein- um framleiðslunnar sé í samræmi við þá tækni, sem tiltæk og nauðsynleg verður að teljast, ef miðað er við aðrar atvinnu- greinar þjóðarinnar. Allir munu hins veg- ar sammála um, að hvergi er brýnni þörf á fullkominni véltækni, hagkvæmum vinnu- aðferðum og hóflegum framleiðslukostn- aði en einmitt hjá undirstöðuatvinnuveg landsmanna, sem nær eingöngu framleiðir fyrir erlendan markað. Hér er þörf mikilla úrbóta hið fyrsta. Fiskiþingið skorar því á stjórn Fiskifélags íslands að beita sér fyrir eftirfarandi: 1. Að Fiskifélagið og tæknistarfslið þess fylgist vel með öllum nýjungum, sem fram koma í alls konar véltækni til sparnaðar framleiðslukostnaði og aukinna vinnuafkasta hjá fiskfram- leiðendum og kynni slíkar nýjungar í blöðum og útvarpi. 2. Að Fiskimálasjóður styrki ríflega kaup og smíði nýrra véla og hvers konar tilraunir um bættar vinnuað- ferðir við hagnýtingu sjávarafurða og fiskveiða. 3. Að unnið sé gegn óskynsamlegu kapp- hlaupi um stærð gangvéla í nýjum og eldri bátum. Skal að fengnu áliti skipa- skoðunarstjóra ríkisins og vélfræði- ráðunauts Fiskifélagsins settar regl- ur um þetta atriði. Þurrafúi í skipum. „Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að leggja fram fé á fjárlögum til þess að bæta tjón það, sem orðið hefur af þurrafúa í skipum. Jafnframt vekur Fiskiþingið athygli á því, að ekki verði smíðuð ný skip úr sams konar efni (eik), sem reynzt hefur skemmd eða varasöm í öðrum skipum. Telur Fiskiþingið þurrafúa í skipum svo alvarlegt mál, að leita verði allra hugsan- legra ráða til þess að koma til fulls í veg fyrir þennan vágest".

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.