Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 12

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 12
330 Æ GIR voru eign útlendinga og sátu þeir oft fyrir viðskiptum. Af þessum sökum urðu þeztu aflaárin á síldveiðunum stundum mestu tapárin hjá íslenzkum síldarútvegsmönnum. Var talið, að aðstaða sú, sem Norðmenn höfðu hér á landi til þess að nota íslenzkar hafnir og landstöðvar sem bækistöðvar fyrir síldar- útgerð sína hér við land, ætti meginþátt í því að eyðileggja afkomu íslendinga sjálfra á síldveiðunum. Með fiskveiðalöggjöfinni frá 1922 var útlendingum bannað að hafast hér við í landi eða á höfnum til þess að reka þaðan fiskveiðar utan landhelgi. Þó nutu danskir ríkisborgarar jafnréttis við landsmenn samkvæmt sambandslögunum, og heimilað var að veita ríkisborgurum annarra þjóða undanþágu frá lögunum samkvæmt milli- rík j asamningum. Til þess að fá lækkun á innflutnings- tolli á íslenzku saltkjöti í Noregi voru slík- ar undanþágur veittar til löndunar á tak- mörkuðu magni bræðslusíldar úr norskum skipum. Vöktu þessar undanþágur mikla óánægju íslenzkra útgerðarmanna. Síldareinkasala var stofnuð samkvæmt lögum árið 1928, en varð gjaldþrota 1931. Síldarútvegsnefnd hefur starfað síðan 1935 og haft með höndum sölu saltsíldar, og hefur salan yfirleitt tekizt vel. Formenn nefndarinnar hafa verið Finnur Jónsson, Sigurður Kristjánsson og Jón L. Þórðar- son. Óskar Halldórsson hélt því fram í ítar- legri blaðagrein í dagblaðinu „Vísi“ vorið 1924, að bezta ráðið til þess að losa síldar- útveginn undan yfirráðum útlendinga og efla atvinnu í landinu, væri að ríkið setti á stofn síldarverksmiðjur og léti starf- rækja þær. Taldi Óskar, að einstökum mönnum eða félögum væri ofvaxið að leggja fram svo mikið fé sem þyrfti til byggingar verksmiðjanna. Hins vegar ætti útgerð einstaklinga að halda áfram að afla síldarinnar fyrir eigin reikning. Bæði útgerðarmenn og sjómenn myndu stórhagnast á rekstri verksmiðj- anna, ef þær yrðu reistar. Síldin væri mesta verðmæti, sem íslendingar ættu kost á að hagnýta sér. „Síldarverksmiðjurnar eiga bæði sína góðu og slæmu tíma“, sagði Óskar, „en þær geta orðið að ómetanlegu gagni fyrir þjóðina“. Vann Óskar síðan að framgangi málsins á margvíslegan hátt. Hann fékk marga áhrifamenn til fylgis við málið, þar á meðal Magnús Kristjánsson alþm., sem bar fram þingsályktunartillögu á Alþingi 1927 „um rannsókn á kostnaði við að byggja fullkomna síldarverksmiðju á hent- ugum stað á Norðurlandi". Tillagan var samþykkt nær einróma. Þegar til fram- Óskar Halldórsson. kvæmda á henni kom, var Jóni Þorlákssyni falin rannsóknin. Leysti hann hana bæði fljótt og vel af hendi. Á Alþingi árið 1928 fluttu þeir Erlingur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.