Ægir - 15.12.1971, Page 29
ÆGIR
403
endurbætur á skýrslusöfnun og úrvinnslu hjá
Fiskifélaginu.
Þá hefur það verið venja nokkur undanfarin
ár að reyna að greiða útvegsmönnum upp í vænt-
anlegar bætur strax, þegar starfsmenn sjóðsins
hafa sannfærzt um bótaskyldu. Hefur þetta fyr-
irkomulag auðveldað útvegsmönnum að standa
við skuldbindingar sínar sbr. 13. gr. laganna.
IV. Fylgiskjöl.
Eins og áður er getið, ritaði nefndin mörgum
aðilum bréf 11. janúar og 15. febrúar 1966, sem
var ítrekað 17. nóvember 1966 og skýrði þeim frá
því, að hún hefði hafizt handa um endurskoðun
laganna um aflatryggingasjóð í samræmi við
þingsályktunartill. frá árinu áður um það efni.
í bréfinu óskaði nefndin eftir tillögum og ábend-
ingum þessara aðila um hugsanlegar breytingar
á lögunum. Eins og skýrt er frá í greinarg. varð
eftirtekjan harla rýr um fjölda svara, þótt oft
væri eftir leitað munnlega. Bárust svör frá aðeins
fjórum aðilum. Voru þau gaumgæfilega athuguð
af nefndinni og tekið tillit til þeirra, eftir því sem
efni stóðu til. Eigi þykir tilefni hér til að gera
grein fyrir ástæðum fyrir því, að sum atriði þótti
ekki rétt að taka í lagafrumv. þetta, en sum þeirra
gætu átt heima í reglugerð og enn önnur gætu
orðið til hliðsjónar við framkvæmd gildandi laga
og þeirra breytinga, sem hér eru gerðar till. um,
ef að lögum verða. En að öðru leyti verður að
skoða þau í ljósi gildandi laga og lagafrumvarps-
ins og skýringa með því. Bréf þessi fara hér á
eftir:
Athugasemdir
frd félagasamtökum
Útvegsmannafélag Eyjafjarðar
og' nágrennis
Ódagsett.
Tillögur um breytingar á lögum um afla-
tryggingasjóð sjávarútvegsins.
Á fundi í Útvegsmannafélagi Eyjafjarðar og
nágrennis hinn 19. febrúar s.l., var bréf yðar um
breytingar á lögum aflatryggingasjóðs, dags. 5.
febrúar s.l., tekið til umræðu.
Fundarmenn voru sammála um, að breytinga
væri þörf á lögum sjóðsins og benda á tillögu um
þetta mál, sem samþykkt var á Fjórðungsþingi
fiskideilda í Norðlendingafjórðungi í nóvember
s.l. svo hljóðandi:
A. Bætur úr sjóðnum, ef um aflabrest er að
ræða, verði miðaðar við að fáist sem lágmark
bætt það, sem á skortir, að náist full kaup-
trygging þeirra manna, sem við veiðarnar
starfa, og tilsvarandi upphæð til útgerðarinn-
ar, samkvæmt skiptakjörum.
B. Unnið verði að því, að sömu bætur við afla-
bresti verði um landið allt í sömu skipastærð.
Fundurinn telur, að sjóðurinn þurfi að hafa
trúnaðarmenn úti um land, a. m. k. einn í hverjum
fjói'ðungi, til þess að fylgjast með aflabrögðum og
útgerð báta svo og gefa útvegsmönnum upplýsing-
ar og sjá um greiðslu bóta á sínum svæðum. Eðli-
legast væri, að trúnaðarmenn Fiskifélags Islands
tækju að sér þessi störf.
F.h. Útvegsmannafélags Eyjafjarðar og
nágrennis,
Bjarni Jóhannesson
(sign.).
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjum, 8. marz 1966.
Þér skrifið samtökum okkar bréf, dags. 5. febrú-
ar 1966, þar sem þér óskið eftir athugasemdum
og sjónarmiðum okkar Vestmannaeyinga um
breytingar á lögum aflatryggingasjóðs, sem nú á
að fara að vinna við.
Því miður eru lög þessi orðin að landslögum,
sem þvinga útgerðarsvæði að vera í sjóðnum, hvort
sem þau vilja vera eða ekki. Við myndum nú
að fenginni reynslu samþykkja strax niðurfell-
ingu á aflatryggingasjóði, þar sem við höfum í
heild látið miklu meira fé í hann en við höfum
úr honum fengið. 1 stað þess fengju Vestmanna-
eyjar beint 1.4% af útflutningi sínum, sem lagt
yrði hér heima í sjóð, er við sjálfir hefðum alla
ákvörðun og umsjón með, til úthlutunar á báta-
flota okkar.
Með hinum lélega útgerðargrundvelli, sem nú
er, vegna lágs hráefnisverðs til útgerðar, og sí-
vaxandi verðbólgu, sem allt gleypir, höfum við
enga löngun til að gefa eða lána óafturkræft, okk-
ur óþekktum og óviðkomandi bótasvæðum, fjár-
hæðir, sem skipta milljónum, eins og við höfum
gert hin seinni ár í Eyjum. Væri ekki orðin þörf
á að láta fara fram skoðanakönnun á bótasvæð-
um sjóðsins, um þetta atriði?
Þá mótmælum við og lýsum hreinni undrun
okkar á, hvernig nefnd sú er skipuð, sem annast
á umrædda endurskoðun á lögum aflatrygginga-
sjóðs. 6 menn eru tilskipaðir að vinna mjög þýð-
ingarmikið verk í þágu útgerðarinnar, sem þeim
er að helming nokkuð sama um og geta ekki talið
sig neinu skipta, hvernig um afgreiðslu fer á, þar
sem þetta er algerlega utan þeirra hagsmuna sem
launþega, enda sér 13. gr. laganna, með smábreyt-
ingu, að á eftir 1. setning komi: „og ber stjórn
sjóðsins þá að krefjast o. s. frv., þeirrar trygg-