Ægir - 15.12.1971, Page 33
ÆGIR
407
Rétt er að hafa í huga við samanburð
milli þessara tveggja vertíða, að fiskverð
hækkaði nokkuð og má sjá það á tilkynn-
ingumverðlagsráð, sem birtar eru í Ægi.
Að venju eru á þessari skrá þeir bátar,
sem ekki stunduðu veiðar með nót og sömu-
leiðis eingöngu þeir, sem öfluðu 60 lestir
eða meira.
Afli og úthald á humarveiðum er ekki
tekið með, en afli og úthald báta, sem voru
á rækjuveiðum er tekið með. Að vísu voru
flestir rækjubátar með afla undir 60 lestir,
og eru því ekki skráðir með í skýrslunni.
Undir lið handfæri o. fl. er afli rækju-
báta skráður, svo og hörpudiskur.
Aflahæstu bátarnir í þessum flokki
voru:
Albert, með 1406 lestir og aflaverðmæti
kr. 11723 þús. og Arnfirðingur, með 1393
lestir og aflaverðmæti 10.470 þús. krónur.
Hæst aflaverðmæti hafði botnvörpuskipið
Barði frá Neskaupstað, 11. 864 þús. krón-
ur. Skipstjóri á Albert var Þórarinn Ólafs-
son, á Arnfirðingi Ólafur Finnbogason og
á Barða var skipstjóri Magni Kristjánsson.
I 10 tbl. ÆGIS 1971 var getið um afla-
hæstu bátana í hverri verstöð og getið um
skipstjóra þeirra báta. Með þessum skrám
verða nú birtar myndir af þeim skipstjór-
um, sem Fiskifélagið á myndir af.
Framhald á bls. 418.
Guðmundur Friðrikss. Þórarinn Ölafsson, Hákon Magnússon, Kristján Einarsson,
Þorlákshöfn. Grindavík. Sandgerði. Vog’um.
Halldór Brynjólfsson, Þorvaldur Arnason, Þörður Guðjónsson, Sig. Kristjánsson,
Keflavík. Reykjavík. Akranesi. Hellissandi/Rifi.
k.