Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Síða 14

Ægir - 15.01.1974, Síða 14
Vart fer á milli mála, að oft á tíðum má rekja þennan vanda til sjávarútvegsins sjálfs, þar sem margfeldisáhrif hans í góðæri á flest- ar framkvæmdir í landinu eru slík að ofþensla myndast skjótlega. Má þá auðvitað einnig segja að of seint sé beitt nauðsynlegum hag- stjórnartækjum eða að hemlar þessir séu illa virkir. Sjávarútvegurinn eða einstakar greinar hans eru illa búnar að mæta yfirboðum ann- arra atvinnugreina, ekki sízt margra þeirra, er starfa í þágu opinberra aðila, þar sem tekj- ur hans eru jafnan háðar fastskráðu gengi krónunnar. Nákvæmir óvilhallir útreikningar sýna, að útgerðin t. d. getur ekki í flestum tilfellum veitt betri kjör en þau, sem ákvarðast af fisk- verði hverju sinni eða önnur hlutaskipti, jafn- vel í góðæri. Það sorglega er þó, að stór hluti sjómanna býr við verri kjör, en ýmis starfsemi í landi getur boðið. Olíukreppa. Hækkun sú á verði olíu og olíutengdrar rekstrarvöru, svo og á hráefnum almennt, sem geigvænlegri varð á s. 1. ári en á margra ára tímabili þar á undan, veldur útgerðinni vissu- lega ófyrirsjáanlegum erfiðleikum. Að vísu má segja, að nokkur bót hafi feng- izt í bili með stofnun verðjöfnunarsjóðs fyrir olíu. Þetta er hinsvegar skammtímalausn ein- göngu, þar sem fært er á milli frá einum þætti útgerðar til annarra. Að vonum eru skiptar skoðanir um ráðstafanir þessar, enda er byrð- unum ójafnt skipt — og öðruvísi en venja hef- ur verið. Fyrir næsta sumar verður því að leita ann- arra ráða. stofnunar fiskiðnaðarins. Vítamíninnihald lýsisins var nokkru minna en árið áður. Árið 1973 einkenndist af hækkandi verð- lagi á flestum efnivörum, þar á meðal feit- meti. Verð á búklýsi til herzlu var í ársbyrjun um £.85- tonnið cif í tank, en í árslok var það komið uppundir £.200.-. Mestur hluti ís- lenzku framleiðslunnar 1973 á búklýsi var seldur á síðasta ársfjórðungi 1972 og á fyrsta ársfjórðungi 1973, og mun meðalverðið, sem fékkst fyrir hana hafa verið nálægt £.100,- tonnið. Jurtaolíurnar, sérstaklega soyjabauna- olía og pálmaolía, ráða að mestu ferðinni hvað verð á feitmeti snertir. Þessar olíur hækkuðu mjög mikið í verði, sérstaklega seinnihluta ársins og er ástæðan aðallega uppskerubrest- ur 1972 í Sovétlöndunum og fleiri löndum. Aflabrestur í Perú hafði að sjálfsögðu einnig nokkur áhrif. Nú í mörg ár hefur verið lögð höfuðáherzla Framleitt Útflutt Útflutt Útflutt Útflutt Notkun Ár allar teg. Meðalal. Fóðurl. til lierzlu alls innanlands 1966 6457 1374 2843 1670 5887 578 1967 4530 952 1650 249 2851 232 1968 4575 944 1525 2834 5303 757 1969 4564 853 1519 2325 4696 735 1970 5403 1088 897 3360 5345 497 1971 4216 901 642 2314 3857 223 1972 4666 1251 837 1722 3810 247 1973 4102 1343 732 3104 5179 223 6 — ÆGIR Tryggvi Ólafsson: Þorskalýsisfi’amlciðslan 1973 Meðallýsi var selt til 40 landa og fóður- lýsi til 14 landa, 243 tonn voru seld í flösk- um og dósum 3,5 kg. og smærri. Birgðir í ársbyrjun voru 1886 tonn, en í árslok 587. Eftirfarandi tafla sýnir framleiðsluna í tonnum undanfarin 8 ár og í hvaða ástandi hún var seld: Lýsisútkoma úr lifrinni á Suðvesturlandi til Akraness reyndist vera 58,1% (56.12 árið áður) samkvæmt efnagreiningu Rannsókna-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.