Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 11

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 11
þykir að bsnda á, að frásögn Espólíns í árbók- unum um þetta slysfaraár er ærið villandi.20 Á hverju einasta ári frá 1685—1699 urðu fleiri og færri skiptapar, en þó mestir 168721 og 1690.22 Um þá verður ekki rætt hér. Fyrst tók þó steininn úr árið 1700, en þá urðu hér á landi mestu slysfarir á sjó á einum degi, sem heimildir greina frá fyrr og síðar. Sjö annálar23 geta hinna miklu sjóslysa, sem urðu hér við land föstudaginn síðastan í góu árið 1700, en þá var 8. marz. Talsverðs mis- ræmis gætir í frásögnum þeirra af þessum at- burðum, en þó ekki meira en svo, að unnt er að átta sig nokkurn veginn á, hve margir bát- ar fórust þennan dag, og jafnframt, hve mik- ill fjöldi manna drukknaði. Þrír annálshöfundar lýsa veðrinu slysfara- daginn. í Setbergsannál segir: „Gjörði á mjög hastarlegan skaðafjúkbyl á útsunnan, en um morguninn var gott og hlýtt veður“.24 Lýsing Vallaannáls er þessi: „Kom úr góðu veðri hast- arlegt og hræðilegt stormviðri af útsuðri með öskufjúki, svo engri skepnu mátti vært segj- ast utan húsa*1.23 Knöppust er veðurfarslýs- ingin í Fitjaannál: „Gerði mjög hastarlegan byl,“2G stendur þar. Verður nú reynt að skilgreina manna- og skipatjón þennan dag samkvæmt frásögnum annála, jafnframt og athugað verður, hvernig þær koma heim við aðrar samtíma heimildir. Þrír annálar27 geta þess, að eitt skip hafi farizt úr Vestmannaeyjum með allri áhöfn, og telur einn hana hafa verið 9 menn. Almennt voru á þessu tímabili 13 menn á vertíðarskip- um Vestmannaeyinga, og verður við þá tölu miðað hér. Þrir annálar2s herma, að 3 skip hafi farizt úr Grindavík, en einn segir þau hafa verið 4.29 Þrjátíu menn hafa drukknað af þeim sam- kvæmt frásögn tveggja annála,30 en einn til- greinir 26.31 Lægri talan virðist mér sennilegri bæði að því er varðar fjölda skipa og manna, þar sem hér mun hafa verið um að ræða tvo áttæringa og einn sexæring.32 Ennfremur fórst 1 maður í lendingu í Grindavík. Af Stafnesi fórst teinæringur og sexæring- ur og með þeim 18 menn..33 Ennfremur tók 2 menn út af áttæringi frá Býjaskerjum.34 Úr Garði fórst einn bátur með 2 mönnum,33 úr Seylu 6 bátar,34 sennilega með 12 mönnum, úr Hraunum 3 bátar með 6 mönnum,35 af Sel- tjarnarnesi 12 bátar með 50 mönnum og af Akranesi 1 bátur,30 sennilega með 7 mönnum. Fimm annálum ber saman um, að af Seltjarn- arnesi hafi farizt 12 bátar.37 Tveir annálsrit- aranna telja, að á þessum bátum hafi verið 43 menn,38 en þrír segja þá hafa verið 50.30 Mér virðist seinni talan sennilegri, þótt annálum beri að vísu ekki saman um stærð bátanna, því að einn þeirra telur, að hér hafi verið um 9 sexæringa og þrjú tveggjamannaför að ræða,40 en annar segir þessa báta hafa verið 9 fjögramannaför og 3 tveggjamannaför,41 sem er sennilegra. Hafa verður í huga, að á þess- um tíma árs var að öllum jafni 5 manna áhöfn á fjögramannaförum. Fimm annálar greina frá skiptöpum undir Jökli. Þrír telja,42 að þar hafi farizt 4 skip, einn 3 eða 443 og sá fimmti segir skipin hafa verið 3 og á þeim 22 menn.44 1 Hestsannál er þetta orðað svo: „Á Vesturnesi 4 (skiptapar), týndust 27 menn“. Ekki var ótítt, að Borgfirð- ingar kölluðu Snæfellsnes Vesturnes. Mér þyk- ir frásögn Hestsannáls sennilegust, enda fór þá enn margt Borgfirðinga þangað vestur til útróðra, svo að séra Benedikt á Hesti hlaut að vera nærkomnari fregnum af sjóslysunum undir Jökli en t. d. séra Eyjólfur á Völlum í Svarfaðardal, er telur, að við Snæfellsnes hafi þennan dag farizt 3 skip með 22 mönn- um. Þögn Grímsstaðaannáls um sjóslysin undir Jökli er kynleg, en af henni má þó ekki álykta, að þau hafi ekki orðið. Frásögn ann- álsins af slysförum þetta ár er fremur rugl- ingsleg og lítt á hana treystandi í flestum atriðum. Eftir því sem nú hefur verið rakið, verður helzt að ætla, að 8. marz árið 1700 hafi far- izt hér við land 33 skip og bátur og af þeim drukknað 160 menn. En auk þess fórust 5 menn, sem ýmist drukknuðu í lendingu eða tók út af bátum. í engum annál er greindur fjöldi þeirra skipa iog báta, sem fórst þennan dag, en hins vegar telur einn annállinn, að með þeim hafi farizt 136 menn. Efalítið er hér málum blandað hjá séra Eyjólfi á Völlum, þar sem hann telur mannfjöldann, sem drukknar 8. marz 1700, nákvæmlega hinn sama og í sjó fórst á góuþrælinn 1685. Hestsannáll og Mæli- fellsannáll segja, að drukknað hafi 157 menn í fárviðrinu 8. marz, en Fitjaannáll telur þá hafa verið 160, og kemur sú tala nákvæmlega heim við það, sem fyrr er greint, þegar frá eru taldir þeir 5 menn, sem ýmist drukknuðu í lendingu eða tók út af bátum, en eðlilegt Æ GIR — 385

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.