Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 32

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 32
um á hverjum tíma. í sjávarútveginum er því ekki unnt að velta auknum tilkiostnaði yfir á aðra innlenda aðila, svo sem venjan hefur verið um ýmis þjónustufyrirtæki og stofn- anir hins opinbera.“ Framangreind skilgreining á nú við í enn rikari mæli en s. 1. haust, því að óðaverðbólgan er nú að sliga sjávarútveginn. Bein afleiðing verðbólgunnar er skortur á vinnuafli við hann. Fiskiþingið telur, að skortur á vinnuafli við sjávarútveginn á sjó og í landi sé orðinn svo geigvænlegur að nauðsynlegt sé að grípa til róttækra aðgerða til skjótrar úrlausnar. Telur þingið að nauðsynlegt sé meðal ann- ars að gera eftirtaldar ráðstafanir: 1. Að skólahaldi sé hagað þannig, að kennsla verði felld niður í gagnfræða- og framhaldsskólum, eftir því sem við verður komið á þeim tíma þegar vertíð stendur sem hæst á hverjum stað og skólaárið framlengt tilsvarandi. 2. Að Alþingi ákveði með lögum að náms- lán séu miðuð við það að námsmaður- inn, piltur eða stúlka, vinni ákveðinn tíma árs við höfuðatvinnuvegi landsins, nema heilsufarsástæður hamli, eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum. Að sjálfsögðu fái námsfólkið venjulegt kaup við störf sín hjá þeim, sem þeir vinna. Greinargerð. Fiskiþingið telur, að hverjum heilbrigðum ungling sé nauðsynlegt, til þess að ná andleg- um og líkamlegum þroska, að starfa um tiltek- inn tíma við atvinnuvegi þjóðarinnar og gera sér grein fyrir þýðingu þeirra fyrir fólkið í landinu. Óðaverðbólgan á undanförnum árum hefur skapað flótta starfandi fólks frá höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar. Það þykir ekki „fínt“ að stunda almenna vinnu sem áður var. Vinnuaflskorturinn við fiskvinnu í landi skapar mikla örðugleika og gerir starfsemi fiskiðnaðarins ótrygga. Menn skortir til þess að skipa aflanum í land. Algengt er að skips- menn hafa orðið að skipa aflanum í land sjálf- ir. Oft hefur af þessum sökum orðið að sigla skipunum til fjarlægra hafna til þess að losna við aflann. Sé ekki fljótlega bætt úr þessu öngþveiti, er framtíð sjávarútvegsins í voða. Fiskeldi og klak á nytjafiskum í ferskvatni og sjó Fiskiþingið lýsir ánægju sinni yfir því starfi, sem Fiskifélag íslands hefur innt af höndum á undanförnum árum til þess að stuðla að auknu fiskeldi. Þessari starfsemi félagsins er glögglegga lýst í skýrslum þeirra Más Elíassonar, fiski- málastjóra, Ingimars Jóhannssonar vatnalíf- fræðings og einnig í ágripi því af skýrslu Dr. P. H. Milne, verkfræðings, sem lagðar hafa verið fram á þinginu. Hinn síðastnefndi dvaldist hér um mánaðar- tíma í haust á vegum Fiskifélagsins. Fengist hefur styrkur frá F. A. O., þ. e. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna i Róm, til þess að standa straum af kostnaði við könnun þessa sérfræðings á aðstæðum og skil- yrðum til fiskeldis og klaks í ám vötnum og í sjó hér við land. Einnig hefur sama stofnun gefið fyrirheit um að senda tvo sérfræðiirj,a sína hingað innan skamms, annan, er hefur fisksjúkdóma að sárgrein, en hinn í fóður- og næringarfræði. Starfa þessir menn einn- ig á vegum Fiskifélagsins, sem mun sjá um að útvega íslenzka kunnáttumenn í þessum fræð- um til samstarfs við þá. Fiskiþingið fagnar þeim ágæta árangri, sem Jónasi Bjarnasyni verkfræðingi hefur tekist að ná í starfi sínu á vegum Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins í blöndun alifiskafóðurs úr fiskmjöli og fleiri efnum. Af ástæðum sem alkunnar eru þ. e. of- veiði ýmissa fiskstofna, mengunar í ám og vötnum og einnig í ýmsum innhöfum og enn- fremur í úthöfunum, hafa flestar helztu fisk- veiðiþjóðir heims þegar gert róttækar ráðstaf- anir til þess að vinna gegn þessari öfugþró- un. Þessar ráðstafanir eru fyrst og fremst fólgnar í friðun stórra hafsvæða, vatna og fljóta. Ennfremur í vernd klak- og uppeldis- stöðva fyrir drápi seiða og smáfisks. Síðast en ekki sízt er leitast við að auka fiskgengdina með fiskræktun og fiskeldi í hundruð- og jafnvel þúsundfalt stærri stíl en áður hefur þekkst. Fiskeldi hefur þó verið 406 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.