Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 27

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 27
Ég tel, aö' okkar sjónarmið um hagnýtingu fiskstofnanna eigi miklu fylgi að fagna. En margir erfiðleikar og miklir eru samt í vegi lokaniðurstöðu í því efni. 1. Mörg hafsvæði eða fiskstofnar þeirra eru raunar sameign margra þjóða, eða fleiri en einnar. Má nefna Norðursjó, Guineu- flóa við V.Afríku, Karabiska hafið og Mexíkóflóa, Bengalflóa, Persaflóa, Bar- entshaf, svo að nokkur dæmi séu nefnd. 2. Mörg ríki sem svipuð sjónarmið hafa og við, hafa lýst því yfir að þau ætli að veita fjarlægum fiskveiðiþjóðum tíma- bundna umþóttun eða jafnvel ótímabund- in fiskveiðiréttindi á sínu hafsvæði. Má nefna Kanada, Ástraliu, Nýja Sjáland, Indland o. fl. Eins og málin standa í dag, finnst mér lík- legt, að hafréttarsáttmálinn muni kveða á um einhvem rétt fjarlægra fiskveiðiþjóða, e. t. v. tímabundinn eftir aðstæðum, til að fiska á auðlindasvæði annarra strandríkja. Þessi mál munu væntanlega skýrast betur á næsta þætti Hafréttarráðstefnunnar sem hefst í Genf hinn 17. marz n. k. Eitt er það hagsmunamál okkar, sem ég vil nefna að lokum þessa spjalls um Hafréttarráð- stefnuna. Það er afstaða okkar til eyðiskerja eins og Rockall og sérstaklega Jan-Mayen. Mér finnst ótækt, að Bretland eða Noregur geti umyrðalaust helgað sér 200 milna auð- lindalögsögu umhverfis þessar eyjar. Það minnsta, sem nærliggjandi önnur lönd geta krafizt, er jafn réttur á þessum svæðum á við þau ríki, sem slegið hafa eign sinni á eyði- sker þessi. Eins og við munum, voru samþykkt á Al- þingi á s.l. vetri lög um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilögsögunni. Hafa lög þessi verið í gildi í tæplega eitt ár. Á 32. Fiskiþingi var frumvarp að þessum lögum til umræðu. Taldi Fiskiþingið margt við frumvarpið að athuga og gerði ályktanir þar um. Voru nokkrar athugasemdir þingsins teknar til greina og annmarkar numdir úr frumvarpinu áður en það var samþykkt sem lög á Alþingi. Hins vegar voru ýmsar aðrar ályktanir okkar ekki teknar til greina. Má segja, að af þeim sökum séu lög þessi óþjálli og erfiðari að búa við og starfa eftir en ella. Ég tel, að gera þurfi ýmsar breytingar á lögum þessum í ljósi þeirrar reynslu, er fengizt hefur. Eru þær helztar, að veita hags- munasamtökum meiri rétt til að hafa áhrif á framkvæmd laganna og að auka heimildir til að ákveða með reglugerðum ýmis fram- kvæmdaatriði, alls staðar þar sem því verður við komið um veiðiheimildir og svæða- og stærðar-flokkaskiptingu fyrir hina ýmsu veið- arfæraflokka fiskiskipastólsins. Ákvæði lag- anna um opnun og lokun veiðisvæða í frið- unarskyni hafa reynzt þung í vöfum og tilvilj- anakennd í framkvæmd. Það segir sig sjálft, að framkvæmd slíkra laga verður að miðast bæði við hagsmuni einstakra byggðarlaga og landshluta með hliðsjón af hagsmunum sjáv- arútvegsins í heild — bæði útgerðar og fisk- vinnslu. Vonir okkar standa til þess, að geta sjálfir í náinni framtíð algjörlega stjórnað helldarsókninni í fiskstofnana hér við land. Af því leiðir, að lög um hagnýtingu fisk- stofna verða að vera sveigjanleg og í sam- ræmi við það takmark að ná fullri nýtingu stofnanna ásamt með sem skynsamlegastri notkun þess flota, er beitt er við veiðarnar og hámarksnýtingu vinnslustöðva í landi. Stjóm Fiskifélagsins hefur oftsinnis rætt þessi mál á fundum. Liggja fyrir þinginu nokkrar athuga- semdir um veiðieftirlit, er teknar voru saman að tilhlutan stjórnarinnar. Það vekur nokk- urn ugg á þessum síðustu tímum meiri ríkis- útgjalda en dæmi eru til um áður, að í upp- siglingu virðist vera nýtt eftirlitskerfi, enda þótt fyrir séu aðilar, er vel geta sinnt svo- nefndu veiðieftirliti. Virðist svo vera, að vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri er að gera — eða vilji ekki vita það. Afkoina sjávarútvegsins. Ekki er þörf langrar framsögu um þetta eíni af minni hálfu í skýrslu þessari, þar sem mál þessi eru nú til umræðu hjá hagsmuna- samtökum sjávarútvegsins og á Alþingi og vegna þess að fyrir liggja skýrslur okkar til þessara aðila. Við annars konar vanda er nú að glíma en oft áður, þar sem ekki er einungis um að ræða ólióflega hækkun innlendra kostnaðar- liða og lækkun verðlags á erlendum markaði, heldur einnig meiri hækkun erlendra kostn- aðarliða á skömmum tíma en dæmi eru til um. Gengisbreyting sem slík hefur því önnur áhrif en áður reyndist. Æ GIR — 401

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.