Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 7

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 7
RIT FIS KIFÉLAGS ÍSLANDS 6 7. ÁRG. 21.-22.TBL. 15. DES. 1 974 Sjómannaalmanakið 50 ára EFNISYFIRLIT: Sjómannaalmanakið 50 ára 381 Lúðvík Kristjánsson: Sjóslysaárin miklu 382 Útg'erð og aflabrögð 388 Fiskaflinn í júlí og jan.-júní 1974 og 1973 392 Fiskaflinn í júní og jan.-júlí 1974 og 1973 394 Frá 33. Fiskiþingi: Úr skýrslu fiskimálastjóra 396 Helztu ályktanir Fiskiþings 402 ÆGIR óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. ÚTGEFANDi: FISKIFÉLAG (SLANDS HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Sjómannaalmanak Fiskifé- lags íslands kom út í fimmtug- asta skipti nú um miðjan des- ember s. 1. Skýrslur um báta- og skipa- eign okkar Islendinga eru strjálar um aldimar. Árið 1770 tók Ólafur amtmaður Stephensen saman skýrslu um bátaeign landsmanna, og hún var þá 2 tólfæringar, 10 tein- æringar, 386 sexæringar, 223 fimm manna för, 278 fjögra manna för, 41 þriggja manna far, 694 tveggja manna för og 5 eins manns kænur, samtals 1859 bátar. Skýrslur um bátaeign landsmanna er að finna í bún- aðarskýrslum 1853—1879 og þar lítið til þeirra vandað. Frá 1879 til 1899 eru þó enn strjá- ari heimildimar og óábyggi- legri eða þar til bátaeign er tekin upp í landhagsskýrsl- urnar en lítið þótti fyrst einn- ig á þeim byggjandi. 1914 hóf stjómamáðið að gefa út „Almanak handa ís- lenzkum fiskimönnum". Guð- brandur Jónsson, prófessor segir svo í riti sínu „Fiskifé- lag íslands 1911—1936“ um aðdraganda þess, að Fiskifé- lagið hóf að gefa út sjómanna- almanakið: „Á Fiskiþingi 1925 hafði nefnd ein kvartað und- an fráganginum á fiskimanna- almanaki því, sem stjórnar- ráðið hafði gefið út að und- anfömu, og var sú umkvört- un vafalaust á rökum byggð, bæði að ritið væri ónákvæmt og frágangur þess að öðru leyti óheppilegur. Taldi nefnd- in, að það bæri að ná þeirri útgáfu undir Fiskifélagið sem mundi ganga betur frá henni og mundi þá mega vænta auk- ins styrks úr ríkissjóði. Nefnd- inni varð að ósk sinni, því að stjórnarráðið hefir siðan 1926 látið Fiskifélagið standa straum af útgáfunni og sú spá hefur rætzt, að frágangur hef- ur batnað, en síðari spáin (þ. e. um styrk) síðar.“ Fram skal tekið, að um árabil hefur Fiskifélagið einskis styrks notið til þessarar útgáfu. Þeir Fiskifélagsmenn, sem hafa haft útgáfuna mest með hönd- um og annast ritstjórnina eru þessir: Sveinbjöm Egilsson, ritstjóri Ægis fyrstu árin og ásamt honum Arnór Guð- mundsson, skrifstofustjóri, sem síðar annaðist ritstjórn- ina einn um árabil. 1961 tók Þórarinn Árnason, nú fram- kvæmdastjóri Aflatrygginga- sjóðs við ritstjórn almanaks- ins og af honum, eða frá 1970, Guðmundur Ingimarsson, full- trúi. Ýmsir hafa jafnan lagt hönd að útgáfu almanaksins árlega, einkum trúnaðarmenn Fiskifélagsins og forstöðu- menn ýmissa stofnana,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.