Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 26

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 26
fjölþjóðlegar samþykktir til að draga úr sókn á Færeyjamiðum og í síldarstofnana í Norð- ursjó, jafnframt því sem auknar ráðstafanir hafa verið gerðar til verndar Atlanto-Scandia síldarstofninum, þ. e. norsku vorgotsíldinni. Þá hefur mjög verið hert á friðunaraðgerð- um á skýrslusvæði Norðvestur-Atlantshafs- nefndarinnar við austurströnd Norður-Ame- ríku og V.-Grænland. Samkomulagstilraunir hafa farið út um þúfur til að draga úr sókn í þorsk- og ýsustofnana í Barentshafi og við norðanverðan Noreg. Hafréttarráðstefnan. Starfsmenn Fiskifélagsins hafa unnið all- mikið starf fyrir sendinefnd íslands á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ráð- stefnan hófst í New York í desember s. 1. og var framhaldið í Caracas í Venezuela á s.l. sumri án sýnilegs árangurs, að því er mörgum fannst, þar sem ekki voru gerðar samþykktir um neina veigamikla efnisliði væntanlegs haf- réttarsáttmála. Hinsvegar verður að benda á, að ekki stóð til að hefja atkvæðagreiðslur á þessu stigi ráðstefnunnar. Raunar má segja, að einungis mestu bjartsýnismenn hafi haft ástæðu til að verða fyrir vonbrigðum með að sýnilegur árangur varð ekki meiri en raun bar vitni. Með sýnilegum árangri á ég við, að sam- staða hafi náðst um lykilatriði eða stefnumót- andi atriði. Þetta gerðist hinsvegar ekki, eins og fyrr segir. Þegar skoðaðar eru niðurstöður þessa þáttar ráðstefnunnar — eða vöntun á niðurstöðum — hvort sem menn vilja, verður að hafa í huga nokkur atriði. 1. Hinn mikla fjölda þjóða, sem ráðstefnuna sóttu. Alls var boðið 148 þjóðum auk fulltrúa fjölda alþjóðlegra stofnana og samtaka. Margar þessara þjóða hafa ný- lega öðlast sjálfstæði. 2. Umfang vandamálanna, sem leysa á. Hver á að eiga eða stjórna nýtingu þeirra auðæfa jarðar, sem enn hefur ekki verið skipt upp. Lífræn og ólífræn auðæfi hafs, hafsbotns og jarðdjúps hafsbotnsins. 3. Öll vandamál tengd skiptingu þessara auðæva, svo sem stærð landhelgi, mörk auðlindasvæðis utan landhelgi, vandamál friðunar og nýtingar fiskstofna, vanda- mál mengunar og vísindalegra rann- sókna, kröfur landluktra ríkja, stjórnun á vinnslu auðæfa úthafs og hafsbotns þess. Spyrja má hvort íslenzka sendinefndin hafi orðið fyrir vonbrigðum. Segja má, að svo hafi verið að vissu leyti. Við vonuðumst til, að sam- staða næðist um ýmis stórmál eða grundvallar- atriði á þessu stigi ráðstefnunnar. Flutti for- maður íslenzku nefndarinnar merka ræðu af íslands hálfu strax í upphafi ráðstefnunnar og benti á aðalefni slíks samkomulags um grundvallarsjónarmið. Varð ísland síðan með- flutningsland að tillögum um lausn megin- mála. Þótt engar formlegar yfirlýsingar þessa efn- is hafi verið gerðar í lok ráðstefnunnar, er samt ljóst að nægileg samstaða er nú um ýmsa þýðingarmikla málaflokka — t. d. 12 mílna landhelgi og 200 mílna auðlindasvæði, frjáls- ar siglingar kaupskipa um sund. Hinsvegar er rétt og skylt að geta þess, að margar þjóðir, sem lýýst hafa fylgi sínu við framannefnd at- riði, eru með þann fyrirvara, að um önnur vandamál, enn óleyst, verði samið á þann hátt að viðunandi verði fyrir þær. Má nefna hagnýtingu fiskstofna innan og utan marka auðlindasvæðisins, reglur um varnir gegn mengun — ekki sízt á auðlindasvæðum, vís- indalegar rannsóknir og siglingar herskipa um sund. Fyrir íslendinga eru málefni auðlindasvæð- isins efst á baugi og þá einkum hagnýting fiskstofnanna. Okkar skoðun hefur verið, að setja beri alþjóðlegar lágmarksreglur um friðun fiskstofna. Strandríkið geti sett strang- ari reglur hjá sér en hinar alþjóðlegu lág- marksreglur. Hinsvegar eigi aðalreglan um nýtingu fiskstofnanna að kveða á um óskorð- aðan rétt strandríkisins með hliðsjón af al- þjóðlegum lágmarksreglum um friðun. Þetta þýðir samt í raun, að leita verður samkomulags viðkomandi ríkja um alla far- stofna, sem ganga á milli yfirráðasvæða hinna ýmsu landa. Þar sem megináhugamál okkar er að fá yfirráðarétt yfir hagnýtingu auðæfa auðlinda- svæðisins, höfum við reynt að sætta sjónar- mið þeirra þjóða, sem gera kröfur um að lög- saga strandríkis á auðlindasvæðinu jafngildi 200 mílna landhelgi og þeirra, sem einskorða vilja lögsöguna við hagnýtingu auðæfa svæð- isins. 400 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.