Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 14

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 14
Utgerð og SUÐUR OG SUÐVESTURLAND í nóvember 1974 Gæftir voru misjafnar á svæðinu, en yfir- leitt góðar. Afli bátaflotans varð alls 8.906 lestir af óslægðum fiski auk þess 550 lestir hörpudiskur 500 lestir síld úr reknetum og 1.668 lestir spærlingur. Auk þessa lönduðu togarar 4.218 lestum af fiski til vinnslu. Afli í einstökum verstöðvum: Hornafjörður: Þaðan stunduðu 13 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu 457 lestir af fiski og 493 lestir síld. Gæftir voru góðar. Vestmannaeyjar. Þaðan stundaði 41 bátur veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 989 lestir af fiski, auk þess landaði Vest- mannaey 470 lestum. Gæftir voru góðar. Eyrarbakki. Þar stunduðu 2 bátar veiðar með botnvörpu og öfluðu 54 lestir. Gæftir voru stirðar. Þorláksliöfn. Þaðan stunduðu 16 bátar veið- ar með net og botnvörpu og öfluðu 626 lestir af fiski og 1.668 lestir spærling. Gæftir voru góðar. Grindavík: Þaðan stunduðu 40 bátar veiðar, með línu, net og botnvörpu og öfluðu 1.545 lestir af fiski og 7 lestir af síld. Gæftir voru góðar. Sandgerði: Þaðan stunduðu 26 bátar veiðar með handfæri, línu, net og botnvörpu og öfl- uðu 998 lestir. Gæftir voru góðar. Keflavík: Þaðan stunduðu 48 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu 1.581 lest. Auk þessa lönduðu þar 3 skuttogarar 979 lestum af fiski til vinnslu úr 7 veiðiferðum. Gæftir voru góðar. Vogar. Þar stundaði 1 bátur veiðar með net og aflaði 34 lestir. Gæftir voru góðar. Hafnarfjörður. Þar stunduðu 8 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu 243 lest- ir auk þess lönduðu þar 3 togarar 424 lest- um. Gæftir voru góðar. Reykjavík. Þar lönduðu 18 bátar afla sem stunduðu línu, net og botnvörpu. Aflinn alls var 528 lestir, auk þess lönduðu 7 togarar afla úr 9 veiðiferðum 1.950 lestum. Akranes. Þar stunduðu 8 bátar veiðar með net og línu og öfluðu 508 lestir auk þess lönd- uðu 2 skuttogarar 395 lestum úr 4 veiðiferð- um. Rif. Þar stunduðu 15 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu 283 lestir. Gæftir voru góðar. Ólafsvík. Þar stunduðu 12 bátar veiðar með línu og netum og öfluðu 659 lestir. Gæftir voru góðar. Grundarf jörður. Þar stunduðu 12 bátar veið- ar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 395 lestir. Gæftir voru góðar. Stykkisliólmur. Þar stunduðu 8 bátar veiðar með skelplóg og öfluðu 550 lestir af hörpu- diski ennfremur stunduðu tvær trillur veiðar með línu og öfluðu 6 lestir. Gæftir voru góð- ar. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í nóvember 1974 Gæftir voru sæmilega góðar í nóvember, en tregfiski allan mánuðinn, bæði hjá línubátum og togurum. Greinilegt er, að ennþá hefir eng- inn fiskur gengið á Vestfjarðamið. Er ástandið að þessu leyti mjög svipað og var um sama leyti á síðasta ári. Heildaraflinn í mánuðinum var 3.804 lest- 388 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.